Eftir æsilegt kapphlaup við tíman, þar sem ég lagði af stað og hafði fyrir mér 40 mútur til þess að komast efst frá Grafarholti og vestur í Hákólabíó en lenti í umferðaröngþveiti vegna áreksturs, þá kom ég að ábúðarfullum dyravörðum í andyri bíósalarins sem tilkynntu mér og mörgum öðrum sem komu í sömu andránni á hlaupum frá yfirfullum bílastæðunum í kring, að því miður væri búið að loka.
"Að kröfu öryggisstarfsfólks Al Gore, þá er engum hleypt inn eftir að fyrirlesturinn er byrjaður".
Klukkan var sem sagt orðin 8.33 og ferð mín, þessir örfáu kílómetrar til Nessins sem kennt er við Seltjörn, tók því 53 mínútúr eða næstum klukkutíma. Og ég lenti ekki í neinum mótmælum!
Ég sá á svip dyravarðanna að "En ég er að koma alla leið frá Reyðarfirði til að fara á fundinn, og ég lenti í umferðarhnút á leiðinni", trikkið myndi ekki virka. Ég stóð þarna eins og þvara í nokkrar mínútur og sá fólk streyma að sem hafði lent í sömu umferðarvandræðum og ég og einhvernveginn var það ákveðin sárabót, að sjá að ég var ekki eini hálfvitinn sem ekki lagði nógu tímanlega af stað.
Skyndilega kom maður í frakka, ábúðarmikill á svip og sagði að hann væri starfsmaður umhverfisnefndar Alþingis og hann yrði að komast á fundin. Falleg stúlka, rúmlega tvítugur dyravörðurinn tilkynnti þeim ábúðarmikla með hluttekningu í svip og rödd að "Því miður, þetta eru reglur og við setjum þær ekki".
Þegar ég var u.þ.b. að snúa frá andyrinu þá kemur annar dyravörður að andyrinu og segir að okkur sé hleypt inn, fyrirlesurinn sé nefnilega ekki byrjaður. Ég hrósaði happi og flýtti mér inn og settist í sætaröð 26, sem er fjórða efsta röðin, í sæti númer 17.
Fyrirlesturinn byrjaði á að forstjór Glitnis setti fundinn, talaði fyrir nýtingu hinnar "grænu" orku á Íslandi sem ég hygg að stór hluti fundargesta hafi ekki alveg tilbúnir að kvitta fyrir. Ekki miðað við flissið í salnum sem kom þegar Hr. Gore talaði í hæðnistón um þá sem "efast" um hlutdeild mannsins í hlýnun jarðar. Í salnum var óþarflega stór hluti fólks gagnrýnislaust já-fólk, sem styður þann iðnað sem Al Gore og hans nótar þrífast á.
Fyrirlesturinn var hrein "klónun" af fyrirlestrunum ú mynd Gore´s "An Invonvenient Truth". Engar leiðréttingar voru gerðar, þrátt fyrir að fyrirlesturinn og myndin hafi hlotið harða gagnrýni fyrir alvarlegar villur. Sjö metra sjávarborðshækkunin var þarna enn og ekki minnst orði á að engin hlýnun hafi orðið á jörðinni s.l tíu ár. Fyrirlestur Gore´s var vel æfður og hann notaði glærur og kvikmyndainnskot með áhrifamiklum hætti. Svo virkaði hann "einn af okkur" á sviðinu og skaut inn einum og einum heimilislegum brandara við góðar undirtektir áheyrenda.
Fyrirspurnartíminn styttist úr 25 mínútum í u.þ.b. 15 mínútur vegna þess að fyrirlestur Gore´s var ögn lengri og dagskránni seinkaði aðeins. Það var augljóst að Gore tók sér góðan tíma í að svara þeim þrem spurningum sem hann fékk, því í þeim fólst engin krítik á kenningar þær sem fram koma í fyrirlestri hans. Tíminn rann út og sjá mátti andlit margra þekktra talsmanna umhverfissjónarmiða, ganga út án þess að geta þurrkað ánægjuglottið af andlitum sínum.
Öfgarnar aukast segir Al Gore | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
"Sjö metra sjávarborðshækkun"? Eiga þetta ekki að vera fet?
Friðrik Þór Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 12:28
7 metrar, 23 fet en átti í raun að vera 23 tommur. Al Gore og menn hans "feiluðu" og um 60 cm urðu að 7 metrum. 23 tommur-23 fet.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.