"Ice fishing"

Hvaða orð er notað yfir "Ice fishing" á íslensku? Dorgveiði hef ég heyrt, en hún getur alveg eins verið niður á bryggju. Ísveiði (veiða ís) Pinch  finnst mér einhvernvegin ekki hljóma vel, en sennilega er það rétta orðið.

tq_003004_g

Í Kanada er vinsælt að veiða í gegnum ís. Þessi mynd er frá Rivière Sainte-Anne, í Québec fylki. Ég sé reyndar ekkert spennandi við svona "þéttbýli", en mikil hefð er fyrir þessu og fjölskyldufólk kemur saman þarna frá jólum og fram í byrjun febrúar. Þarna er umhleypingunum ekki fyrir að fara og veiðihúsin eru dregin út á ísinn og eru þar örugg á þessu tímabili.

RedneckIceFishing

"Redneck ice fishing" er þessi mynd kölluð. Mér sýnist þessir menn vera nokkuð ánægðir með tilveruna Grin

ice-fishing

Þessir eru í áhöfn kanadísks strandgæsluskips. Þeir hafa útfært merkingu orðsins "Ice fishing"

BkniIcefshng

Svo er auðvitað upplagt að auglýsa sumartískuna á nýju baðfatalínunni á næsta Íslandsmóti í dorgveiði Tounge


mbl.is Veitt í Reynisvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Gunnar mann vél eftir þessum stelpum, þeim var orðið kalt og komu til mín og ég hlýjaði þeim upp, það var góð og skemmtileg nót.

Kv, Ljónið. sjá 

Rauða Ljónið, 5.4.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband