Fyrisögnin á forsíðu Morgunblaðsins um daginn, "Austurland óvænlegt" vakti athygli margra hér eystra og ekki síst forsvarsmanna ÍAV, en fréttin fjallaði um brotthvarf ÍAV af austfirskum verktakamarkaði. ÍAV sá sig knúið til að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna fyrirsagnarinnar.
Margir hafa verið hugsi hér eystra í nokkurn tíma yfir öllum byggingaframkvæmdunum og talið að of mikið væri byggt af íbúðarhúsnæði. En er það mælikvarði á það hvort stóriðjuframkvæmdirnar hafi átt rétt á sér eða ekki? Það, að einhverjir byggingaverktakar hafi farið fram úr sér? Reyndar kemur fram í yfirlýsingu ÍAV að þeim hafi gengið mjög vel að selja það húsnæði sem þeir hafi byggt. Það virðist hafa hlakkað í sumum stóriðjuandstæðingum við að sjá þessa fyrirsögn í Mbl, en það er á misskilningi byggt eins og flest annað sem frá þeim hefur komið.
Það vissu allir að á uppbyggingartímanum yrði hér allt á öðrum endanum, en það var ekki það sem fólkið beið eftir. Það beið eftir tækifæri til að stöðva fólksflóttan, en íbúum á Reyðarfirði hefur fjölgað um rúm 80% á tveimur árum, úr rúml. 600 manns í um 1100. Fólk vonaðist eftir tækifærum fyrir ungt fólk að snúa til heimabyggðar sinnar með menntun í farteskinu, tækifæri fyrir byggðarlagið að geta boðið upp á þá almennu þjónustu, sem nútímafólk í þéttbýli ætlast til að sé til staðar. Þá er ég að tala um sjálfsagða hluti eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, auk þjónustu á sviði verslunar o.þ.h.
Það hefur varla farið fram hjá neinum undanfarið að samdráttur hefur verið í þjóðfélaginu á undanförnum vikum, ekki síst í byggingariðnaði, m.a. vegna erfiðleika á lánamarkaði. Því skildi það vera öðruvísi á Austurlandi en annarsstaðar? En hvernig væri ástandið ef ekki hefðu verið þessar framkvæmdir? Því er fljótsvarað, hér væri neyðarástand.
HÉR má heyra hvað fólk á förnum vegi á Austurlandi segir um ástandið fyrir austan.
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 5.4.2008 (breytt kl. 14:56) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
- Pólitískt mjög dýr fórnarkostnaður Framsóknar við borgarstjórastól Einars
- Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
- Er verið að eyðileggja borgina?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.