Ég hef áður minnst á hér á blogginu að bókin á náttborðinu hjá mér er "Hitler og seinni heimsstyrjöldin, var stríðið Hitler að kenna?". Sagnfræðirit eftir A.J.P. Taylor. Þó ég sé hraðlesinn þá les ég ekki alltaf margar blaðsíður þegar ég er kominn á koddann. Draumalandið kallar stundum fljótt. Oft er ég með fleiri bækur á náttborðinu, og les þær til skiptis, fer svona eftir "moodinu" hverju sinni. Hinar tvær bækurnar á náttborðinu um þessar mundir er "könnunarsaga veraldar" og "Löglegt en siðlaust", stjórnmálasaga Vilmundar heitins Gylfasonar eftir Jón Orm Halldórsson. Minnist kannski á hana síðar.
Bókin um Hitler er stórskemmtileg bók og fróðleg. Ég ætla að vitna hér örlítið í hana:
"Hitler varð kanslari Þýskalands hinn 30. janúar 1933, en um þann atburð hafa myndast næsta ævintýralegar þjóðsögur, sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Valdataka Hitlers var ekki "valdarán", þótt nasistar hafi hreykt sér af því. Hindenburg forseti útnefndi Hitler kanslara samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og í samræmi við reglur þingræðisins. Hverju svo sem snjallir kjaftaskar úr hópi frjálslyndra eða marxista vilja halda fram, er ljóst, að Hitler var ekki gerður að kanslara vegna þess að hann væri fús til að hjálpa þýskum iðnjöfrum við að leggja verkalýðsfélögin í rúst, né heldur vegna þess að hann vildi gera hershöfðingjunum til geðs og endurreisa þýska herinn; þaðan af síður vildi hann leyfa þeim að heyja nýja stórstyrjöld. Hann var útnefndur kanslari vegna þess að hann og þjóðernissinnaðir bandamenn hans gátu myndað meirihluta í Ríkisþinginu og bundið þannig enda á fjögurra ára ófremdarástand þar sem landinu var stjórnað með forsetatilskipunum".
"Margir áhrifamiklir höfundar hafa séð í Hitler kerfissmið, sem stefndi frá fyrstu stundu að stórstyrjöld, er hafði þann tilgang einan að tortíma ríkjandi menningu og gera hann sjálfan að herra heimsins. Að minni hyggju eru stjórnmálamenn of uppteknir af atburðum líðandi stundar til að geta fylgt fyrirframgerðum áætlunum. Þeir taka eitt skref og síðan hið næsta í framhaldi af því. Kerfin eru hugarsmíð sagnfræðinga, rétt eins og í tilfelli Napóleons, og þau sem eignuð eru Hitler, voru í raun smíðuð af Hugh Trevor-Roper, Elizabeth Wiskermann og Alan Bullock. Þessar vangaveltur eru þó ekki algjörlega ástæðulausar. Sjálfur var Hitler áhugasagnfræðingur, eða öllu heldur maður sem alhæfði út frá sögunni, og bjó til kerfi í frístundum sínum. Þau voru þó ekki annað en dagdraumar, eins og Chaplin skildi og beitti snilld sinni sem listamaður er hann sýndi einræðisherrann mikla breyta heiminum í loftbelg, sem hann sparkaði upp í loft með tánni".
Vatsnlitamynd eftir Adolf Hitler
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 946078
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Íslandsmótið í hagræðingu með frjálsri aðferð
- Það er fullt af fólki hér á jörðu sem að er með TENGSLA-NET við 100% mennskt fólk í öðrum stjörnukerfum sem að er á sporbaug í kringum jörðina:
- Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta
- Hafa Bretar verstu ríkisstjórn í heimi
- Það er rétt að halda til haga NÝJUM UPPLÝSINGUM UM SKATTÞREP hjá hinu opinbera:
- Konur þurfa að stofan baráttuhóp til að vernda réttindi sín
- Rússar þurfa ekki að semja við Trump
- Flokki lýst sem formannsmöppu
- Landsfundur
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
En svo voru auðvitað ýmsar aðgerðir Hitlers eftir að hann tók við kanslaraembættinu, sem hægt væri að flokka sem valdarán, en það gerðist samt smám saman, pólitískar hreinsanir o.fl.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 14:45
Stóra myndin af Hitler er sennilega tekin um svipað leyti og "Mein Kampf" kom út, árið 1925, jafnvel fyrr. Hún hefir sérkennileg áhrif á mig. Ég hef staðið sjálfan mig að því að stara á hana oftar en einu sinni. Miklar tilfinningar og pælingar sem fylgir því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 17:25
Hitler skildi eftir sig heimild sem er óvéfengjanleg, bókina Mein Kampf. Í þeirri bók setur hann fram sína framtíðarstefnu sem allar hans gerðir eftir það miðuðust við.
Í fjölmörgum ræðum hans og ávörpum síðar meir var hann besta vitnið sjálfur um það hvert hann stefndi, þótt kænska réði því að stundum varð að hinkra aðeins eða taka sveig út af leiðinni sem lá þó þráðbeint þangað sem Mein Kampf vísaði: Til útvíkkunar "lífsrýmis" hinna arísku ofurmennda til Úralfjalla í austri með nýtingu á hinum óæðri Slövum og útrýmingu Gyðinga.
Ég hvet ykkur til að lesa bókina "Nazism at war". Fyrrnefnd markmið og ótrúlega skefjalaus hervæðing Þjóðverja gerði stríð óhjákvæmilegt og Hitler vissi það fullvel.
Hann naut sigurgöngunnar lengi vel og ég er sammála því að hann komst til upphaflegra valda á lýðræðislegan hátt og naut frá júní 1940 til sumarsins 1941 gríðarlegrar hylli þjóðar sinnar sem sigurvegarinn mikli sem hafði lyft henni úr öskustó til virðingar.
Það breytir ekki grundvallaratriðum djöfullegrar stefnu hans, einhverjar þeirrar grimmilegustu villimennsku sem mannkynssagan kann frá að greina.
Styrjaldi eru viðbjóðslegar en stríðið gegn Hitler var fyrir málstað sem var þess virði að berjast fyrir hann. Því miður, liggur mér við að segja, miðað við þær hræðulegu mannfórnir og eyðileggingu sem það kostaði.
Ómar Ragnarsson, 28.3.2008 kl. 10:22
A.J.P Taylor, höfundur þessarar bókar þótti afar umdeildur en einnig virtur. Takk fyrir innleggið Ómar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2008 kl. 10:31
Athyglisverð færzla hjá þér Gunnar. Ég mun setja þessar bækur á listann.
Sigurjón, 28.3.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.