Fátt sem gladdi augað

Eiður Smári fagnar hér marki gegn Lettum á Laugardalsvelli. Það var fátt sem gladdi augað í leik íslenska liðsins í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið átti ekki skot á mark andstæðinga fyrr en um miðjan seinni hálfleik og dekkingar í vörninni voru nokkrum sinnum skelfilegar og við vorum hepnir að fá ekki á okkur 4-5 mörk í leiknum

Leikur íslenska liðsins batnaði mjög við innkomu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Leikgleði hans og hraði virtist smita strax út frá sér og svo skoraði hann fyrra mark okkar með stórglæsilegum hætti, eftir bestu sókn okkar manna í leiknum.

Eiður Smári sást varla í öllum leiknum en hann átti þó mjög gott skot beint úr aukaspyrnu og svo skoraði hann potmark í lokin.

Íslenska liðið má þakka fyrir að hafa unnið leikinn, því betri "klárarar" hjá andstæðingunum hefðu gert útaf við okkur. Heilt yfir er þó ekki hægt að kvarta, fyrir utan þessi dekkingarmistök. Vonandi að Ólafi Jóhannessyni takist að lagfæra leik liðsins frekar. Við getum miklu betur en þetta. Sigurinn var þó sætur, því er ekki að neita.


mbl.is Eiður og Gunnar tryggðu sigur gegn Slóvökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband