Í öllum starfstéttum finnast fúskarar, lygarar og glæpamenn, en það vekur óneitanlega sérstaka athygli þegar flett er ofan af slíku fólki úr blaðamannastéttinni.
Stephen Glass var rísandi stjarna í blaðamannastétt árið 1998. Hann var vinsæll dálkahöfundur hjá hinu virta tímariti The New Repuplic. Hann var einnig leigupenni fyrir ýmis önnur heimsþekkt tímarit, aðeins 25 ára gamall. Þegar í ljós kom að hann hafði skáldað frá grunni frétt eina um tölvuhakkara, með tilvitnunum í fjölda manna sem ekki voru einu sinni til, um ráðstefnu tölvuhakkaranna og samtök sem ekki voru heldur til, þá fór boltinn að rúlla. Þegar farið var að rannsaka verk hans, kom í ljós að af 41 grein sem hann hafði skrifað fyrir The New Repuplic á þriggja ára tímabili, voru 27 hreinn skáldskapur. Gerð var bíómynd um Glass og svikamillu hans, afar vönduð og vel leikin mynd.
Skyldu vera til einhverjir íslenskir Stephen Glass-ar? Það er hæpið, það hlýtur að vera ómögulegt að búa til persónur og taka viðtök við þær í svona litlu samfélagi.
Að vísu hafa blaðamenn á Íslandi oft orðið uppvísir að óvönduðum vinnubrögðum og stundum skýla þeir sér á bak við eitthvert ákvæði í lögum um að vernda heimildarmenn sína, ef þeir vilja ekki upplýsa um þá.
Friðrik Þór Guðmundsson, þekktur og vinsæll Moggabloggari, titlar sig "rannsóknarfréttamann" í Kastljósi. Í einum pistli hans á blogginu, Gasklefa-aftökueitrið Sýaníð á Reyðarfirði fjallar hann um að honum hafi verið bent á...
"...að úr kerbrotum álversins á Reyðarfirði, sem til urðunar fara, muni renna hið baneitraða Sýaníð út í fjörðinn fallega (þann fegursta á íslandi auðvitað) og ógna þar lífríki. Mér skilst að þetta hafi farið fyrir umhverfismat en ekki verið talið nógu svívirðilegt til að taka á því".... "Í umsögn Hollustuverndar ríkisins við umhverfismat kom fram að frá fyrirhuguðum urðunarstað fyrir kerbrot verði gert ráð fyrir því að óbundið cýaníð renni til sjávar í rúmlega fjörtíu sinnum þeim styrk sem leyfilegur er í söltu vatni samkvæmt erlendum stöðlum sem vísað er til í matsskýrslu. Hollustuvernd ríkisins telur þó að þynning í sjó verði nægjanleg til þess að ná tilsettum mörkum innan þess þynningarsvæðis sem framkvæmdaraðili hefur lagt til".
Í athugasemdarkerfinu er þessi fullyrðing auðvitað hrakin sem tóm vitleysa. Það verða engin kerbrot urðuð í Reyðarfirði. Í samræmi við umhverfisstefnu Alcoa Fjarðaáls verða öll kerbrot send til Bretlands þar sem þau verða endurnýtt sem hráefni til sementsframleiðslu.
Ég spurði Friðrik hver hefði "lekið" þessum upplýsingum í hann. Og svarið var: "Gunnar, ég man ekki hver "lak" í mig. Það gæti hafa verið 9 ára Framtíðarlandsguttinn sem er að mótmæla olíuhreinsistöð í eyjunni Vigri".
Nú er ég hvorki að bera saman Stephen Glass og Friðrik Þór Guðmundsson, né að leggja að jöfnu blaðamannsstarf hans og blogg í frístundum, en ég get þó ekki hætt að velta því fyrir mér, hver hafi "lekið" þessum upplýsingum í Friðrik. Það sjá allir að það var ekki 9 ára Framtíðarlandsguttinn og tilgangurinn með þessum rakalausa þvætting hlýtur að hafa verið annarlegur. Ekki var tilgangurinn að koma á framfæri gagnlegum upplýsingum til almennings um álver Alcoa á Reyðarfirði, svo mikið er víst.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945805
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.