Nokkrar fullyrðingar Saving Iceland

Hér eru nokkrar fullyrðingar úr  S.O.S. FROM ICELAND, grein um "Kárahnjúkavandamálið" eins og þeir kalla það.

"One of many effects the protests have had on the Icelandic nation is that people are now actually daring to change their minds about the dams".  Sennilega hafa engin mótmæli vakið eins hörð viðbrögð almennings og vitleysisgangur ungmennanna sem stóðu að mótmælum við Kárahnjúka og álver Alcoa í Reyðarfirði.

 "The term 'Kárahnjúkar problem' has become common usage in Iceland. People are now losing their jobs all over Iceland due to the unhealthy expansion of the small Icelandic economy caused by the massive Kárahnjúkar project". Atvinnuleysi um allt land?

"the dam is being built right in a seismically unstable area and would present a serious threat to the local population and environment". Furthermore, geologists point out that it is highly likely that the immense weight of water in the reservoir will create further fissures in the unstable geological crust and, as a consequence, will never be able to hold enough water to make the dam operational and endanger the safety of the local communities".

"Recent studies show that hydroelectric dams produce significant amounts of CO2 and methane - some produce more greenhouse gases than fossil-fuel power plants".

"The constantly fluctuating water levels in the reservoirs would cause dust storms and soil erosion which would have a devastating effect on the vegetation of the region. It is estimated that up to 3000sq km will be affected".

"Moreover, starving the marine life of the normal silt emissions would constitute a serious threat to the valuable Icelandic fishing grounds. Another recent study shows that the Icelandic glacial rivers have more beneficial effect on the planet's atmosphere than the combined rivers of the African continent".

"The dams would also destroy the breeding grounds of thousands of rare and "protected" birds, a substantial proportion of the reindeer population, and one of Iceland's largest seal communities".

"ALCOA does not only get the dams for free, courtesy of the Icelandic taxpayer, but according to the contract, ALCOA will demand compensation from the Icelandic taxpayer every day Landsvirkjun does not deliver the energy".

"the Icelandic government has advertised the Icelandic people in international trade magazines as a low-wage workforce ideal for primary production. This is in keeping with the growing gap between poor and rich under this government and the decline in health care and education"

"the sale of the cheapest energy in the world "

"ALCOA has bought its way into the US arm of World Wide Fund for Nature and as a result we have lost valuable support".

"Summer solstice in 2005 marked the beginning of a highly inspirational and unique event in the history of Icelandic activism. The international protest camps this year (2006) at Snæfell, Lindur and Reyðarfjörður attracted people from 18 different nationalities. Best of all, this summer saw many more Icelanders join the protests. We find that the camps and the direct actions of the last two summers have had a profound effect on Icelandic society by giving people the courage to make their voices heard after years of a repressive political atmosphere".

"One of many effects the protests have had on the Icelandic nation is that people are now actually daring to change their minds about the dams".

Ég pikkaði út það sem ég rak augun í og flutti það hér yfir í bloggið. Ég hefði getið haft þetta helmingi lengra og ég man ekki eftir að hafa séð eins mikið bull í einni grein áður. Og svo koma athugasemdirnar í lok greinarinnar sem eru á sömu nótum. Uppfullar af ranghugmyndum saklauss fólks, sem eðlilega veit ekki betur. Reyndar er engin athugasemd undir fullu nafni, en það kemur svo sem ekkert á óvart. Ef einhver trúir þessum fullyrðingum sem hér koma fram, endilega komið þá með rökstuðning fyrir því.

Þegar maður lítur yfir fleiri greinar á þessari heimasíðu, kemur í ljós að þessi grein er ekki verri en aðrar hjá Saving Iceland, hvað lygar, bull og ýkjur varðar. Ég velti því óhjákvæmilega fyrir mér hvað þessu fólki gengur til. Vondar manneskjur geta ekkert elskað, hvorki menn, dýr eða náttúruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Æi, er það ekki bara þannig að þegar hópar byrja að safnast saman í því að mótmæla hinu og þessu að sumir ráða ekkert við málin og fara út fyrir rammann. Mótmæli eru góð á sinn hátt en ekki gott ef þau byggjast ekki á staðreyndum og rökhugsun, ekki gott ef fólk fer offari í blindni án þess að sjá útfyrir kassann.. annars hef ég aldrei skoðað þetta tiltekna mál og þekki ekki Saving Iceland hópinn á neinn hátt. Innlitskvitt og kveðjur.

Tiger, 15.3.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Tiger

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 16:07

3 identicon

Daginn!!!!!! þú veist hvað ég meina.

Baldvin 

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Held það já, Baldvin. Takk fyrir það

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 18:30

5 identicon

Það væri nú gaman að sjá þig til að svara þessum lygum og segja lesendum þínum þessar "réttu" staðreyndirnar sem þú gefur í skyn að þú sért með á hreinu.

 T.d. varðandi setninguna: "ALCOA has bought its way into the US arm of World Wide Fund for Nature and as a result we have lost valuable support", vil ég benda þér á þessa frétt af vef ALCOA: http://www.alcoa.com/global/en/news/news_detail.asp?newsYear=2001&pageID=fuller 

 Ef þú ætlar að saka ákveðna hópa eða einstaklinga um að fara með lygar væri þá ekki gott svona til að byrja með að hafa staðreyndinar á hreinu sjálfur?

Til að nefna fleira þá t.d. varðandi setninguna "One of many effects the protests have had on the Icelandic nation is that people are now actually daring to change their minds about the dams" sem þú fullyrðir að sé lygi þá hef ég þetta að segja:

Þó Saving Iceland sé ekki eini hópurinn sem mótmælt hefur virkjanaframkvæmdum hér á landi þá hefur hann vissulega mikil áhrif á fólk, þar á meðal mig. Fyrir tilstilli mótmæla og sýnileika hópsins ákvað ég að kynna mér betur virkjanaframkvæmdir á Ísland og í heiminum, eitthvað sem ég hafði áður sýnt lítin áhuga og í kjölfarið hefur skoðun mín breyst. Það sem ég hef kynnt mér kemur úr ýmsum áttum og alls ekki allt frá Saving Iceland hópnum. Hins vegar var það Saving Iceland sem hafði þessi áhrif á mig og ég veit um fullt af fólki sem hefur sömu sögu að segja frá. 

Þess vegna er það nú ÞÚ sem ert að ljúga.

Og að lokum langar mig að benda þér á heimasíðu sem er ábyggilega áhugaverð fyrir þig: http://internationalrivers.org/

Mbk,

Maggi 

Magnús (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 01:02

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sæll Magnús og takk fyrir innleggið.

Eins og ég segi í pistlinum þá tala ég um lygar, bull og ýkjur, ekki bara lygar og ég stend við það. Allt sem ég vitna í hér að ofan tilheyrir einhverju af þessu þrennu.

---------------------------------------------------------

Svo ég byrji á fyrstu tilvitnuninni hjá þér, þá vil ég benda þér á það að  umhverfissamtök hafa áður misst betlistyrki sína, bæði hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum, fyrir ómálefnalegan, ýktan og ótrúverðugan áróður. Svo það að Savinga Iceland hópurinn hafi misst spón úr aski sínum fyrir málflutning sinn ætti ekki að koma neinum á óvart í sjálfu sér.

------------------------------------------------------------

Um þessa Alcoa síðu sem þú vísar í er það að segja, að þú virðist lesa það sem þar stendur með fyrirfram ákveðnum samsæriskenningum. Sjálfum finnst mér ekkert skrítið að þessi kona hafi litið á það sem spennandi áskorun að vinna fyrir Alcoa að umhverfismálum. Þetta segi ég eftir að hafa kynnst persónulega bandarískum verkfræðingi á vegum Alcoa á Reyðarfirði. Það kom sjálfum mér á óvart hve umhverfis þenkjandi í hvívetna sá ágæti maður er og sem dæmi get ég nefnt að hann er algjörlega sannfærður um að hnattræn hlýnun sé alfarið af mannavöldum vegna aukinnar mengunnar. Nokkuð sem ég er síður en svo sannfærður um. Hægt er að kynna sér á netinu hvernig Alcoa er leiðandi afl á svið tækniframfara í mengunarvarnarbúnaði og ýmsu öðru sem lítur að umhverfismálum. Samsæriskenningasmiðirnir benda gjarnan á hvernig hlutunum hefur verið háttað á undanförnum áratugum, en minnast ekki orði á hvernig hlutirnir eru í dag. T.d. var eitt útspil andstæðinga álversins á Reyðarfirði, að benda á óeðlilega hátt hlutfall starfsmanna Alcoa í verksmiðjum þeirra, sem fengu ýmsar tegundir krabbameins og vitnað í rannsóknir og niðurstöður sem sýndu þetta í tiltekinni verksmiðju í Ástralíu. Þetta útspil átti að fá almenning á Íslandi til þess að tortryggja fyrirtækið. Þegar málið var skoðað nánar, þá kom í ljós að niðurstöðurnar úr rannsóknunum voru 50 ára gamlar.

----------------------------------------------------

Með þessu er ég ekki að segja að Alcoa sé einhver frelsandi engill í umhverfismálum, en mér finnst réttara að skoða stefnu fyrirtækisins og hvernig það framfylgir henni í dag, heldur en að skoða hvernig hlutirnir voru fyrir einhverjum áratugum síðan. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið hin allra síðustu ár, ekki bara hjá Alcoa, heldur hjá nánast öllum stórum og þekktum fyrirtækjum. Fyrir því þurfa ekki endilega að liggja ástæður eins og ást á umhverfinu og virðing fyrir því, þó það gæti allt eins verið, heldur einfaldlega sú ástæða að það er hagkvæmt fyrir fyrirtækin og ímynd þeirra.

------------------------------------------------------------

Um seinni tilvitnun þína er þetta að segja:

Þarna er reynt að telja fólki trú um að ein af mörgum áhrifum mótmæla Saving Iceland hópsins á íslensku þjóðina, sé sú að þá hafi fólk í rauninni fyrst "þorað" að skipta um skoðun á stíflumannvirkjunum við Kárahnjúka. Og fullyrðingin; "The international protest camps this year (2006) at Snæfell, Lindur and Reyðarfjörður attracted people from 18 different nationalities. Best of all, this summer saw many more Icelanders join the protests", þjónar svipuðum tilgangi, þ.e. að sýna fram á gríðarlegan árangur mótmælanna og ágæti Saving Iceland fyrirbærisins. Þarna er gefið í skin að um hafi verið að ræða stóran hóp fólks, "fólk af 18 þjóðernum!! og "margir" Íslendingar, þegar staðreyndin var sú að þetta voru örfáir einstaklingar og helsti árangur þeirra var að fá yfirgnævandi meirihluta almennings upp á móti sér.

---------------------------------------------------

Áróður af þessu tagi er ímyndarbarátta, líkt og hjá öllum "alvöru" fyrirtækjum.

Fyrirtæki eins og Saving Iceland byggir á betlistyrkjum, aðallega frá almenningi. Peningar í sjóði þeirra myndu hætta að streyma ef almenningur fengi það á tilfinninguna að aðgerðir þeirra væru bara "flopp". Þess vegna er ýmsum brögðum beitt til að laða að fjármagn. Að reka svona battarí kostar umtalsverða peninga, þó mótmælendurnir sjálfir séu flestir ef ekki allir í sjálfboðavinnu. Á bak við tjöldin eru hins vegar oft einstaklingar sem maka krókinn feitt, þó ég hafi í sjálfu sér enga hugmynd um hver stjórni og græði á fyrirtækinu Saving Iceland.

-----------------------------------------------

Það að þú Magnús ?????...son hafir látið glepjast af fagurgala þessa umhverfis öfgahóps, er ekki sönnun þess að árangur Saving Iceland hafi verið eitthvað til að státa af.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband