Sýndarefi?

Mynd 428751Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur verið vonarneisti stóriðju og virkjanaandstæðinga í núverandi ríkisstjórn. Til þess að vera samkvæm sjálfri sér, getur hún ekki annað en maldað í móinn til málamynda, að undirlagi Landverndar. Landvernd vill fara nýja leið í umhverfismati sem vissulega er heimilað í lögum, en það er að umhverfismat fyrir álverið eitt og sér nægi ekki, heldur þurfi að gera heildstætt umhverfismat fyrir framkvæmdina, þ.e. álverið, virkjun og línulagnir.

Ég hef ekki kynnt mér rökstuðninginn fyrir því að fara skuli þá leið í fyrsta skipti á Íslandi núna. Einhvern veginn finnst mér þessi lagaheimild og nýting hennar nú, vera einungis til þess fallinn að tefja málið. Þá er skrattanum skemmt.


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það verður að stöðva þessa brjáluðu kerlu !

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.3.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Loftur ég held að hún hafi aldrei ætlað mjög langt heldur malda svona rétt í móinn eins og Gunnar bendir á.

Sigurjón Þórðarson, 14.3.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband