Kolrangar tölur!

Frá fundi Landsbankins um stöðu fasteignamarkaðarins á Austurlandi.  Annað hvort er um prentvillur að ræða í þessari frétt, eða að fyrirtækjasvið Landsbanka Íslands er ekki raunveruleikatengt og öllu snúið á haus.

 Árið 2005 var fermetraverð í fjölbýlishúsum á Reyðarfirði um 150 þús kr. og fermetraverð í einbýli auðvitað hærra eins og annars staðar á landinu en ekki öfugt eins og segir í fréttinni. Nú er verðið komið yfir 200 þús. í fjölbýli á Reyðarfirði. Árið 2002 var verð á sérbýli hins vegar 50-80 þús. og sér hver maður þá fjötra sem fólk býr við á svæðum þar sem lítið er um að vera.

Ef fyrirtækjasvið Landsbankans finnur íbúð í fjölbýli á 125 þús. , þ.e. 100 ferm. íbúð á 12,5 milj. þá skal ég kaupa hana strax í dag! Ekki amalegt að verða sér úti um ca. 10 milj. með nokkrum pennastrikum


mbl.is Fasteignaverð á Fljótsdalshéraði og Akureyri að verða hið sama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband