Myndin hér að neðan er frá Ólafsfirði og fangar einmitt stemninguna eins og hún var í Berufirði haustið 1977.
Flokkur: Bloggar | 21.2.2008 (breytt 23.2.2008 kl. 11:54) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Ráðherrann spýtir í lófana og boðar framkvæmdir.
- Sakaruppgjöf fyrir glæp sem enginn má vita hver er
- Verða strandveiðarnar næstar?
- 20. janúar 2025
- Frábær innsetningarræða Trump
- Ranghugmynd dagsins - 20250120
- Orkuver út á sjó
- I wish I was in Dixie
- Fyrsta nýja Tungl ársins 2025
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
Ég man þegar ég norpaði aftur í nótakassa á síldinni þegar ég var sautján ára og beið eftir að blýið, garnið og flotið kæmi inn. Við vorum skammt suður af Hrollaugseyjum í stinningskalda og 12 stiga frosti og fullt tungl óð í skýjum. Þegar blökkin fyrir ofan okkur byrjaði að æla niður nótinni og við að raða henni snyrtilega í kassann, þá hitnaði manni svo um munaði. Á köflum var maður í svitabað en fann samt hvernig frostið beit í puttana.
En í minningunni er það ákaflega fögur sjón að sjá spriklandi demantssíldina flæða úr troðfullum háfnum og renna eftir gljáandi blikkrennunum ofan í lest. Við vorum einir örfárra sem enn notuðust við háf árið 1977, en flestir voru komnir með dælu. Ljóskastararnir á dekkinu ásamt tungsljósinu ljá þessari minningu ævintýralegum blæ. Svo sigldum við til Grindavíkur með drekkhlaðinn bátinn. Þegar við fengum eitthvað lítið, þá þurfti samt að landa því innann ákveðins tíma. Þá fórum við inn á þær Austfjarðahafnir sem næstar voru og gátu tekið á móti síldinni.
Eitt sinn vorum við á veiðum inni í Berufirði. Í botni fjarðarins er ótrúlega aðdjúpt og við köstuðum nótinni nánast upp í harða landi þarna. Blankalogn var og þetta var mögnuð stund. Svo var farið inn á Djúpavog með aflan. Ég hefði ekki viljað missa af þessari lífsreynslu.