Mikill undirbúningur

Mynd 452870 Mikill undirbúningur og vinna liggur að baki svona degi eins og haldin var í Grunnskóla Reyðarfjarðar í gær. Því kynntist ég persónulega sem forstöðumaður skólasels, en skólaselið er viðverustaður fyrir nemendur 1.-4. bekkja, að loknum hefðbundnum skóladegi.

Olweusarverkefnið, sem er séstakt átaksverkefni gegn einelti, (eða "einleti", eins og stóð á einu vinnuskjalinu sem við höfðum í stýrihópnum sem ég var í fyrir skólann) er athyglisvert og lofar góðu. Nauðsynlegt er að skilgreina vandann til þess að vera í stakk búinn til að takast á við hann. En starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar lætur ekki staðarnumið við greininguna heldur grípur til aðgerða og skapar mikla vakningu í skólanum og samfélaginu öllu, um vandamálið  "Einelti", og hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft.

Ég gat því miður ekki tekið þátt í deginum í gær á Reyðarfirði vegna þess að ég er staddur í Reykjavík að ganga fyrir kaupum dóttur minnar á bíl, en hún hefur verið dugleg að vinna sér inn peninga og er reglu og ráðdeildarsöm. Þetta er snotur bíll sem heitir Ford Ka. Lítill og ódýr í rekstri og mér skilst að ekki þurfi að borga í stöðumæla í borginni fyrir bíla í þessum flokki.


mbl.is Einelti skal ekki þrífast í okkar skóla!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband