Hnífasettin á öruggum stað?

Nú má sjá framkvæmdagleði skína úr vígreifum andlitum nýja meirihlutans í Reykjavík. Gísli Marteinn kynnir til sögunnar Miklubraut í stokk í kjölfar mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. IMG_0034

 

Ákveðið var að losa Menntamálaráðherra úr ákveðinni krísu með uppkaupum laugavegshúsanna, sem er skelfilegt fordæmi reyndar og hlægilegt. Ekki það að ég sé á móti gömlum fallegum byggingum og varðveislu þeirra, jafnvel þó þau séu lágreist úr kassafjölum og bárujárni, heldur einungis að þessi tilteknu hús og á þessu verði, eru einfaldlega ekki þess virði.

Og flugvöllurinn fær að vera. Nema hvað? Það hefur aldrei verið nein hætta á að hann fari þetta kjörtímabilið og ekki að vænta niðurstaðna úr rannsóknum á Hólmsheiði fyrr en eftir 2-3 ár. Þannig að það samkomulag er einskis virði að loknu þessu kjörtímabili.

Frekar vil ég sjá þessa auka 9 miljarða fara í nýjan flugvöll á Lönguskerjum en í Sundabraut í jarðgöngum. Brú eða brýr upp á Kjalarnes gæti orðið fallegasta "umhverfislistaverk" Íslendinga og orðið heimsfrægt logo Reykvíkinga. 


mbl.is Ólafur treystir Gísla Marteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Yoko Ono gæti hannað fyrir þá friðarbrú.    John Lennon bridge!!  

Marinó Már Marinósson, 2.2.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bridge over troubled water....

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband