Mótherjar okkar í forkeppni ÓL

Petar Metlicic, Króatíu, stöðvar Norðmanninn Frode Hagen í... Þá er ljóst að við erum komnir í umspilsleiki í forkeppni ÓL. Allt fór á besta veg. Ég spái Frökkum sigri í úrslitaleik við Þjóðverja. Þetta eru þau tvö lið sem við þurftum að kljást við í keppninni og Danir vinna Króata öðru sinni í leiknum um bronsið.

 HÉR má sjá umfjöllun á Visir.is, en þar segir að við spilum í riðlinum sem fer fram í Póllandi sem varð í öðru sæti á HM í fyrra. Ásamt heimamönnum keppa Ísland, Argentína og annað hvort Svíþjóð eða Noregur í riðlinum

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að leikið yrði gegn einni þjóð heima og heiman en það var greinilega misskilningur hjá mér. Ótrúlegt! Gerist nánast aldrei! Tounge

ps. Skil reyndar ekkert í hvers vegna verið er að blanda þriðjaheims löndum í handbolta, í baráttu Evrópuþjóða um laus sæti á ÓL.


mbl.is Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna og Króatía áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég ætla nú að spá að danir vinni þjóðverjana og mæti síðan frökkum í úrslitum, kæmi mér ekki á óvar þótt danir færu síðan alla leið og yrðu evrópumeistarar...vona það alla vega:)

steiner (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú reyndist sannspár Steiner!

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband