Traditional Icelandic "damaged" food festival

Fékk auglýsingu í póstkassann í gær. Þorrablótsnefnd Reyðarfjarðar auglýsir blót sem fram fer í íþróttahúsinu, föstudaginn 25. janúar nk. Yfirskrift auglýsingarinnar er: Þorrablót 2008 ( Traditional Icelandic "damaged" food festival ) Þorrablót Reyðfirðinga er eitt elsta samfellda þorrablót á landinu og verður nú haldið í 90. sinn. Kosin er ný nefnd af fráfarandi nefnd hvers árs og sér hún um skemmtiatriði kvöldsins. Skemmtiatriðin eru í formi annáls þar sem gert er grín að öllu og öllum. Ávalt hefur verið reynt að gæta ákveðins hófs í gríninu en þó hefur komið fyrir að þolendur grínsins hafi móðgast og til er fólk á Reyðarfirði sem ekki hefur látið sjá sig á blóti í mörg herrans ár af þeim sökum Joyful Einnig er til fólk sem móðgast ef það er EKKI gert grín að því Grin Svo er dansað fram undir morgunn.

Þegar ég fór á blót í fyrsta skipti á Reyðarfirði 1990 eða 91, þá skildi ég auðvitað ekkert húmorinn, en skemmti mér konunglega engu að síður. Oft er grínið í formi revíusöngs og þá hefur stundum komið í ljós leyndir hæfileikar hjá meðlimum nefndarinnar....eða ekki Tounge

Mig hlakkar gríðarlega til blótsins, algjörlega ómissandi viðburður og viðkvæði flestra eftir hvert blót er vanalega " Ja, þetta var nú eitt besta blót sem ég hef farið á lengi!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband