David Whitehosue was BBC Science Correspondent 19881998, Science Editor BBC News Online 19982006 and the 2004 European Internet Journalist of the Year. He has a doctorate in astrophysics and is the author of The Sun: A Biography (John Wiley, 2005).] His website is www.davidwhitehouse.com
Ég hef um nokkurt skeið verið efasemdarmaður um að hnattræn hlýnun sé alfarið af mannavöldum. Ekki þó þannig að það sé mér eitthvert hjartans mál, en ég verð þó að viðurkenna að ég espast svolítið upp þegar ég sé að hinir efalausu "geggjast" þegar einhver dirfist að efast.
Ég hef velt því svolítið fyrir mér hvernig samsetning af fólki það er sem greinist í þessar tvær fylkingar. Flestir átta sig á því að mikill meirihluti alhörðustu fylgismanna gróðurhúsakenningarinnar eru vinstrimenn og meirihluti þess hóps eru svokallaðir "active-istar", þ.e. fólk sem mjög er annt um umhverfisvernd og vill engu raska í náttúrunni, er á móti hverskyns stóriðju, virkjunum, veiðum á viltum dýrum, skógarhöggi osfv. Nú eru þetta allt málefni sem eru göfug og verðug athugunar, en þessum hópum hefur tekist eyðileggja umræðuna með öfgakenndri afstöðu til málanna og hafa ítrekað hallað réttu máli í tilraunum sínum til þess að afla fylgis við skoðanir sínar. Hinn hópurinn, "efasemdarmennirnir", finnst mér blandaðri hópur, en þó eru hægrimenn sennilega þar í meirihluta.
Það er hins vegar erfitt að setja meirihluta vísindamanna í fyrrnefnda flokkinn, eða hvað? Svo virðist sem átt hafi sér stað einhverskonar hópsálaratferli meðal vísindamanna í alheimshlýnunarmálum og þeir sem ekki hafa fylgt straumnum eru hálfgerðir utangarðsmenn, en þeim fer þó ört fjölgandi sem "þora" að efast.
Þeirri staðreynd að ekki hefur hlýnað á jörðinni undanfarin 9 ár og í raun hefur kólnað sl. 2 ár er ekki haldið hátt á lofti meðal þeirra sem efast ekki. Vissulega hlýnaði umtalsvert á jörðinn frá níunda áratug síðustu aldar, fram til 1998, en hversu lengi verða það nýjustu fréttir? Hvenær fara hitatölur síðustu 9 ára að "kikka" inn?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Blessaður vertu það er alltaf eitthvað svona í gangi:
Hver man ekki eftir 2000 vandanum, allar tölvur áttu að hrynja.
Hrun allra fiskistofna árið vel að merkja 2048.
Fuglaflensan var í þann mund að eyða mannkyninu fyrir þremur árum.
Það stefndi í Ísöld fyrir 20 árum.
Núna eru það gróðurhúsaáhrifin og fremstu í flokki í baráttu gegn vondum gróðurhúsalofttegundum sem við öndum nú reyndar frá okkur er enginn annar en forsætisráðherra Íslands Geir Hilmar Haarde.
Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 16:00
halló strákar ... hugsið nú aðeins útfyrir ykkar eigin heilagleika. Mannskepnan er subba af verstu gerð, hefur frá örófi alda verið teymd áfram af einni af aðaldauðasyndunum, græðginni. Aukin þekking virðist síst hafa lagað þessa stöðu. Þetta blasir allstaðar við og að sjálfsögðu fær náttúran að finna rækilega fyrir subbunni. Síðan er það spurning hvort hægt er að skella allri skuldinni á mannskepuna og geriðir hennar. Um það fæst ég ekki, hef enga trú á að það bæti bölið að benda á einhvern annan.
En gleðilegt ár Gunnar nú fer maður að snyrta veiðikampinn og Sigurjón - góðar fréttir af mannréttindamálum.
Pálmi Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 16:24
Ég get tekið heilshugar undir það Pálmi að það sé rétt að gjalda varhug við græðgi, mengun og sjálfseyðingarhvöt mannsins sem birtist í sinni verstu mynd í endalausum stríðsáttökum þar sem allir stríðandi aðilar berjast á guðs vegum og fyrir réttlátan málstað.Það er samt sem áður ýmsum gagnrýnum spurningum ósvarað um þessar heimsendaspár sem berast með nokkuð reglulegum hætti eins og eldur í sinu um fjölmiðla heimsins.
Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 16:57
Já Sigurjón, katastrofuiðnaðurinn malar gull. Enginn skyldi vanmeta þá hagsmuni sem þar eru í húfi.
Þetta er alveg rétt hjá þér Pálmi að mannskepnan hefur gert ýmsan óskunda í náttúrunni en ekki gleyma því, að þessi svokallaða græðgi, er drifkraftur allra framfara. Svo er bara hvernig við hemjum hana á skynsamlegan hátt. Gróðurhúsakenningarfárið gæti þó leitt það af sér að þróun í mengunarvörnum fleygir hraðar fram en ella og það er auðvitað jákvætt.
Mér hefur bara alltaf fundist það stórmerkilegt hvernig sumir bregðast við þegar spurt er spurninga sem "rétttrúnaðarsinnarnir" eiga erfitt með að svara. Þá er eins og fjandinn verði laus.
Og gleðilegt ár Pálmi, það ætti ekki að vera vandamál að fá dag í Norðfjarðará með tiltölulega stuttum fyrirvara. Mjög skemmtileg á, sem og Sléttuáin í Reyðarfirði. Mig minnir að álverið sjáist ekki frá henni
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 17:38
30.000 kjarnaoddar eru nú aktívir í vopnabúrum stórveldanna. Hef þannig lagað meiri áhyggjur af einhverjum klikkhaus sem ýtír á bjölluhnappinn. Flestir eru á því að það sé ekki spurnig hvort eitthvað fer úrskeiðis heldur hvenær. En þangað til skulum við fara vel með kúluna, reyna að skipta gæðunum jafnt, sem er langt því frá að vera staðan, þannig lít ég á það. Förum í Norðfjarðará Gunnar, hef heyrt vel af henni látið,svo veiði ég bara andstreymis við Sléttuá.
Pálmi Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 00:37
Einhverntíma sá ég vígbúnaði stórveldanna líkt við tvo óvini lokaða saman inn í herbergi fylltu gasi. Þeir sitja andspænis hvorum öðrum með eldspítustokka í höndunum og metast um það hvor á fleiri eldspýtur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.