Rjúpnaveiði á landinu er í sögulegu lágmarki samkvæmt könnun sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna sinna. Í könnun þeirra kemur einnig fram að rjúpnaskyttur fengu að meðaltali 2,57 fugla og sá sem fékk mest náði 18 fuglum.
Því miður virðist lítið að marka könunina hvað mestan fjölda fugla varðar og þar af leiðandi heildarmagn veiðinnar. Tilmæli voru frá umhverfisráðherra til veiðimanna að takmarka veiði sína við að mig minnir 10 fugla og þess vegna eru menn ekkert að gefa of mikið upp. Persónulega veit ég um menn hér á austfjörðum sem stunduðu rjúpuna grimmt í haust og fengu mun meira en 18. Það var þó sameiginlegt álit allra sem ég heyrði í að óvenju lítið hefði verið um rjúpu í haust þó fréttir af rjúpu fyrir veiðitímabilið hefðu lofað góðu. Umhleypingar í nóvember virðast hafa haft slæm áhrif á rjúpuna og hún var afar dreyfð og sennilega haldið sig mest í hæstu fjallatoppum.
Sjálfur fór ég aldrei til rjúpna þetta haustið því fréttirnar voru ekki uppörvandi, svo hamborgarahryggurinn var látinn duga þessi jólin. Ég gat þó keypt rjúpu ef ég vildi en það hvarflaði ekki að mér þegar ég frétti að stykkið væri á 5-7 þús. kall. Skotvís segir ljóst að sölubann á rjúpu virki. Neysla á rjúpu hafi snarminnkað og rjúpur hafi nú lítið vægi í jólamat landsmanna.
Rjúpan er að sjálfsögðu ekki í kjötborðum kaupmanna en hún er seld töluvert á svörtum markaði. Einnig þegar algjört veiðibann var. Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að úr því veiðibanninu var á annað borð komið á, þá hefði mátt reyna það aðeins lengur. Þá hefði það bara verið á hreinu hvort eða hversu mikil áhrif veiðin hefur á stofninn. Ég held því fram að veiðin hafi sáralítil áhrif, nema kannski á SV-horninu, þar sem fjöldi veiðimanna er gífurlegur.
Myndin af merkinu tók ég af http://www.rotary.is/hafnarfj/jolamerki.htm , en gefin hafa verið út jólamerki árlega síðan 1958. Gaman að skoða þau. Sum þeirra eru nú ekkert jólaleg, t.d. álftir á flugi yfir fannhvítri jörð. Það eru engar álftir á Íslandi í desember, nema kannski fáeinar tjarnarálftir í Reykjavík.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 946205
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frábær innsetningarræða Trump
- Ranghugmynd dagsins - 20250120
- Orkuver út á sjó
- I wish I was in Dixie
- Fyrsta nýja Tungl ársins 2025
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Flokkur Fólksins hefur aðlagað sig að stefnumálum Samfó og Viðreisnar
- Innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta haldin innandyra
- Í mesta lagi framkvæmdastjórar
- Trump snýr til baka
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.