Úff... erfitt að vera Krati

,,Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar virðist hafa skipt um skoðun á Kárahnjúkavirkjun. Fyrir hálfu öðru ári hvatti hann til virkjunar við Kárahnjúka en í dag segir hann slíka virkjun ákaflega umdeilanlega frá sjónarmiði umhverfisverndar og efnahagslífs.”

Þannig hljóðar upphaf fréttar Stöðvar 2 í 19-20 þriðjudagskvöldið 10. júlí 2001.

,,Í grein sem Össur Skarphéðinsson skrifaði í Morgunblaðið 18. desember 1999 velti hann fyrir sér virkjunarkostum á Austurlandi út frá sjónarhóli stóriðjusinna og komst að þeirri niðurstöðu að Kárahnjúkavirkjun væri langbesti kosturinn. Líklegt sé að þokkaleg sátt náist um þessa leið yrði hún valin beinlínis til að þyrma Eyjabökkum. Kvartar Össur yfir því að þessi virkjunarkostur hafi notið alltof lítillar athygli í umræðunni.

Ekki vildi ég eiga líf mitt undir svona vindhana. Fyrst er Össur hlyntur Kárahnjúkavirkjun, svo er hann á móti og að lokum aftur hlyntur. Allt eftir því hvernig vindurinn blæs í skoðanakönnunum. VG meiga þó eiga það, að þeir eru alltaf jafn þversum í framfaramálum, það er hægt að ganga að því vísu.

Vitna hér að lokum í ágæta ræðu Össurar, við gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar, 30. nóv. sl. sem sjá má HÉR í heild sinni:

"Menn hafa oft á síðustu árum talað niður vatnsaflsvirkjanir og þeir sem eru verkfræðingar í dag vita að menn hafa í mörgum löndum horfið frá þessari grein. Breyting er að verða á því og nú er að myndast almenn, alþjóðleg samstaða um að vinna bug á því sem kallað er orkufátækt. Og ég verð þess áskynja að umhverfisverndarsamtök á alþjóðavísu hafa tekið aðra, breytta og mildari afstöðu, ekki síst fyrir orð leiðtoga á borð við Nelson Mandela"....

Nú.... úr því Mandela segir það! GetLostJoyful

 


mbl.is Össur ekki á móti álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Samfylkingin er flokkur sem hefur sér pólitíska línu fyrir suð-vestur hornið og svo nokkrar áherslur sem henta hverju kjördæmi fyrir sig. 

Þeir eru svo ekkert að pæla í því þó stefnan í gær sé ekki í samræmi við það sem þeir segja í dag og svo verður bara að bíða þar til degi tekur að halla á morgunn, til að vita hver stefna morgundagsins verður.

Getur þetta verið einfaldara??? 

Benedikt V. Warén, 9.1.2008 kl. 23:09

2 identicon

Sælir,  hún er ekki sérlega björt framtíðinn hér, hér í Reykjavik er ótrúlegur

fjöldi erlendra manna við iðnaðarmannastörf á mjög lágum launum og ekki

hægt lengur að keppa við, þetta er mikið rætt meðal manna og  fer nú að 

hitna verulega undir íslendingum sem eru að leika þann ljóta leik að hlunn

fara erlent vinnufólk, ég skil mætavel að fólk komi hingað til að vinna og

hefur það tíðkast í fiskvinslu lengi. fór ég m.a til Suður-Afríku vegna slikra 

farandverkakvenna en það er nú önnur saga. 

Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

He he he, takk fyrir þessa samantekt og mannlýsingu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.1.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband