Slæmt fordæmi, fjandinn laus

Laugavegur 4-6. Ef Þorgerður Katrín fer eftir "eftirá" ákvörðun húsafriðunarnefndar, þá leggur hún línurnar um framtíð Laugavegarins. Samansafn hálfónýtra húsa mun verða baggi á borgarbúum, því ekki mun nokkur heilvita manneskja leggja eigið fé í nostalgíuhugsjónir áhugafólks um húsafriðun. Þetta verður eilífðar höfuðverkur og botnlaus hít sem almannafé rennur í. Alvöru kaupmenn munu flýja götuna smátt og smátt og eftir standa kolaportssölur í löngum röðum. Kannski rís þarna nýtt borgríki eftir nokkra áratugi, í stíl við Kristjaníu í Köben. Hústökufólk og sýruhippar að selja mishollar neysluvörur.
mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhh ég er sammála þér fyrir utan seinasta skotið... "Hústökufólk og sýruhippar að selja mishollar neysluvörur"

Eru sjoppur og barir í miðbænum að selja hollari vörur?

Geiri (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 06:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er reyndar að tala um annarskonar og ólöglegar vörur

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2008 kl. 18:03

3 identicon

Þú ert ekki að skilja spurninguna...

Yrðu slíkar ólöglegar vörur verri heldur en það sem er selt í miðbænum í dag? T.d. skyndibitamatur, áfengi og sígarettur. Er þetta ekki bara svipað? Allt slæmt.

Geiri (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, allt bölvaður óþverri  

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já, það þarf að hugsa sig það verulega vel til enda hvernig á að umgangast þessar byggingar okkar sem oft á tíðum voru af vanefnum byggðar og eru satt best að segja ekkert til þess fallnar að friða í stórum stíl. Þar er ég ekki að tala um að allt skuli burt heldur þarf að sjá hlutina í heildrænu ljósi og eiga til framtíðar það sem markverðast er en ekki hvaða kumbalda sem er.

Ragnar Bjarnason, 13.1.2008 kl. 00:25

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Akkurat Ragnar. Það eru öfgar í þessu eins og mörgu öðru...kannski á báða bóga

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband