Æfing í Fáskrúðsfjarðarkirkju

Við mættum í kvöld, nokkrir félagar úr kirkjukór Reyðarfjarðar á æfingu hjá kollegum okkar í suðri - Fáskrúðsfjarðarkirkjukórnum. Þar sem ekki verður messa á gamlársdag á Reyðarfirði þá datt okkur í hug að gaman væri að renna saman við Fáskrúðsfjarðarkórinn af þessu tilefni, enda stutt að fara eftir að gatið kom í gegnum fjallið sem á milli okkar er. Vegalengdin á milli staðanna styttist úr um 50 km. í um 20 km. með tilkomu gangnanna.

144-4406_IMG

Kirkjan er mjög falleg að utan sem innan.

002

En kirkjuloftið er frekar lítið og þetta risaorgel frá árinu 1989 tekur um helming plássins. Orgelið er helmingi stærra en sést á myndinni. Daníel Arason organisti frá Eskifirði er að fara yfir prógrammið. Takið eftir baksýnisspeglinum hægramegin, sennilega af rútu eða vörubíl, fyrir organistann til þess að fylgjast með framvindu mála við altarið Joyful

006

Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir er settur prestur í Kolfreyjustaðarprestakalli frá því í október á þessu ári í veikindaleyfi Sr. Þóreyjar Guðmundsdóttur. Þarna er hún á milli tveggja sópran söngkvenna úr báðum kirkjukórunum. Messan verður á gamlársdag kl. 17.

P.s. Sr. Hildur tónar eins og engill  Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, mér hefur líka dottið þetta í hug. Ég hef prófað sjálfur að taka lagið í göngunum og hvílík rödd!! Garðar Thor hvað?  

Magnaður hljómburður þarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og gleðilegt nýtt ár Kristinn og takk fyrir bloggárið sem er að líða

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband