Til umhugsunar fyrir feminista

Ég sá frétt á Visir.is þess efnis að:

 "Þrjár af hverjum fjórum kærum um nauðganir sem berast til dönsku lögreglunnar eru beinlínis vafasamar. Og ein af hverjum fimm er hrein lygi. Bent Isager-Nielsen lögregluforingi í Kaupmannahöfn segir í samtali við Berlingske Tidende að lögreglan hefði haft á tilfinningunni að falskar ákærur væru yfir 10 prósent, en að það hefði komið þeim mjög á óvart að þær væru yfir 20 prósent. Í tölum lögreglunnar kemur einnig fram að í 54 prósentum tilfella hafi ekki verið um að ræða nauðganir í samræmi við þær kærur sem lagðar voru fram. Louise Skriver Rasmussen, sálfræðingur, segir að falskar nauðgunarkærur eigi sér margar orsakir. Í sumum tilfellum séu þær hróp eftir hjálp frá konum sem reyni að vekja athygli á neyðarástandi sem þær búa við. Í öðrum tilfellum geti verið um að ræða hefnd. Og í sumum tilfellum geti þetta verið skelfingarviðbrögð eftir framhjáhald eða vegna þess að ungar stúlkur koma of seint heim til sín".

Þetta kemur mér reyndar ekkert á óvart, hef haft þetta á tilfinningunni lengi. En ef maður dirfist að nefna þetta við femínista...guð hjálpi manni þá! Feministar margir hverjir vilja stinga mönnum í steininn og fleygja lyklinum bara fyrir það eitt að vera kærður.

 

nbe0081l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skil það vel að þeir feministar sem færslan á ekki við, móðgist, en ég er heldur ekki að alhæfa með færslunni. Einungis að benda á  hvernig þau viðhorf sem sést hafa varðandi refsigleðina stuðar fólk.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband