Það er einkennilegt hve langan tíma hefur tekið að koma þesu máli í þann farveg sem það átti strax að fara í. Það er líka einkennilegt að ekki hafi verið til samræmdar reglur á landinu fyrir lögreglu að fara eftir. Það verður spennandi að sjá niðurstöðuna úr þessu máli og í raun bráðnauðsynlegt fyrir lækna og lögreglu að vita hvernig á að bera sig að í tilvikum sem þessum.
Ekki vissi ég að fólk sem er í haldi lögreglu vegna afbrota, verður sjálfkrafa að sjúklingum um leið og læknir mætir á staðinn. Það vekur einnig athygli mína að konan virðist vera sjúklingur margra lækna samkvæmt fréttinni.
Heiftin og bræðin í fólki sem vildi krossfesta lækninn, hjúkrunarfræðinginn og lögregluna fyrir framgöngu sína í þessu máli fannst mér frekar óhugnanleg og minnti mig á æstan múg sem vill taka lögin í sínar hendur og framkvæma refsinguna strax, án frekari rannsóknar. Og merkilegt nokk, þar hafa femínistar verið háværastir.
Kærð fyrir þvagsýnatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
Athugasemdir
Æsti múgurinn hefur einungis verið hinum megin, meðal þeirra sem töldu konuna hafa fengið "réttláta refsingu" og varst þú þar á meðal. Fólkið sem hefur ekki snefil af hugmynd um hvað mannréttindi gætu verið. Fólk eins og þú.
Elías Halldór Ágústsson, 28.12.2007 kl. 10:20
Hehhe Takk fyrir innlitið og gleðileg jól
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 10:36
Mér finnst óhugguleg tilhugsunin að fólk í þessum starfsstéttum þurfi að fást við svona vitleysinga eins og þessa konu. En aðalatriðið er að starfsreglurnar séu skýrar svo ekki þurfi að velkjast í vafa um hvernig eigi að bregðast við svona málum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig viðbrögðin verða, á hvern veg sem niðurstaðan úr málinu verður. Eins verður athyglisvert að sjá hvað gerist ef niðurstaðan verður sú að grunaðir einstaklingar geti neitað um sýni, t.d. neitað um öndunarsýni o.s.f.v. Væntanlega mun þá þurfa að breyta lögum um þessi mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 13:48
En varðandi fullyrðingu Elíasar "feminista" þá minnist ég þess ekki að hafa talað um "réttláta refsingu" í sambandi við þessa konu, þó ég hafi að einhverju leiti reynt að andæfa móðursýkinni sem greip um sig í þjóðfélaginu og á blogginu, m.a. á síðu Ólínu Þorvarðar og uppskar útilokun á bloggi hennar fyrir vikið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 13:54
Málið snérist einmitt um það að konan neitaði að láta af hendi sýni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 14:52
Nei málið snýst ekki um að hún hafi neitað að láta af hendi sýni. Málið snýst um aðferðirnar sem þeir notuðu við að ná í sýnið.
"Konan var lögð á bekk. Lögreglumaður lá ofan á bringu hennar, annar hélt niðri mjöðmum, sá þriðji fótum og við þessar aðstæður var svo ráðist á milli fóta hennar og troðið upp í hana þvaglegg."
Kommon þetta er nauðgun, hlýtur að sjá það.
Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:52
Það er rétt hjá þér Stefán að þvagleggurinn var neyddur upp í konuna, en það sem ég átti við var að upphafið og ástæðan var sú að konan neitaði allri samvinnu við lögreglu og lækna.
Hvernig verður framhaldið, ef fólk kemst upp með það? Þarf ekki skýrari lög og reglur um þetta?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.