Segja frá því hverjir þetta eru ef þeir finnast

Það fer lítið fyrir hinum eina sanna jólaanda hjá þeim sem... Einhvernveginn er maður viðkvæmari fyrir skemmdarverkum á þessum tíma, hátíð ljóss og friðar, en öðrum tímum. Tréð var sett upp og kostað af litlum félagsskap sem kallast "Hið íslenska hrútavinafélag" og ég bloggaði um þegar það var kveikt á því við hátíðlega stund 1. des. HÉR Tengdafaðir minn fékk þann heiður að kveikja ljósin þetta árið ásamt þremur barnabörnum sínum og var sonur minn eitt þeirra. Sú yngsta, hún Dagbjört Li 5 ára, á heima í um 50 metra fjarlægð frá trénu og hún varð virklilega sorgmædd þegar hún sá tréð liggja niðursagað í morgunn.

Félagar í Björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði brugðust skjótt við og reistu tréð við að nýju og eiga þeir heiður skilið fyrir það. Ég vona að lögreglan láti "leka" út hverjir þetta voru, ef þeir finnast. Það yrði ágæt refsing fyrir þá.


mbl.is Skemmdarvargar á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband