Ég og fjölskylda mín höfum átt persónuleg samskipti við fólk af ýmsum þjóðernum sem hingað hefur komið við uppbyggingu þess stóra verkefnis sem bygging álvers Fjarðaáls er. Það hafa undantekningarlaust verið ánægjuleg samskipti. Það verður mikil breyting þegar allt þetta fólk hverfur af vettfangi en jafnframt eru spennandi tímar framundan, nú þegar "eðlilegt" líf getur hafist hér að nýju.
Eftirfarandi bréf má finna á Fjardabyggd.is
Til allra íbúa Fjarðabyggðar
Árið 2004 fórum við að flytja í samfélag ykkar til þess að vera með mökum okkar sem komu hingað til þess að byggja álver Fjarðaáls. Við komum með börnin okkar og gæludýrin. Fyrir sum okkar var þetta ný reynsla að búa í nýju landi og fyrir aðra var þetta bara eitt af mörgum löndum sem við höfum búið í. Mörg okkar koma yfir hálfan hnöttinn til þess að búa hér um tíma. Ekki eitt okkar talaði íslensku þó sum okkar hreyki sér af víkingablóði í æðum. Við tölum flest ensku en sum okkar aðeins spænsku eða frönsku en samt hefur okkur öllum liðið mjög vel og íbúarnir hafa tekið vel á móti okkur.
Eins og alltaf í lífinu eru það litlu hlutirnir sem hafa látið okkur líða vel; feimnisleg bros sem segir okkur að við séum velkomin þegar við mætumst á götunni, börn sem hlaupa til og hjálpa okkur þegar við dettum í hálkunni, afgreiðslufólkið í matvöruverslununum sem þýddi merkingarnar á matnum. Hárgreiðslukonurnar sem hafa verið frábærar við að skilja hvað við viljum og hafa sýnt einlægan áhuga á fjölskyldum okkar heima. Þið hafið tekið tíma til þess að kenna okkur íslenskt handverk, glerlist, að þæfa og prjóna og þið hafið tekið okkur inn í bútasaumsklúbbinn. Göngufélögin hafa boðið okkur velkomin í helgarferðir og hafa sýnt okkur fjölbreytta og afskekta staði.
Við höfum fengið góð ráð um hvar við getum skoðað seli, lunda og hvar við getum keypt besta fiskinn og bestu steikina, hvar er best að borða þegar við ferðumst um landið og hvar við getum farið á hestbak. Þið hafið farið með okkur á fiskveiðar. Þið hafið boðið okkur inn á heimili ykkar og í fyrirtækin og boðið upp á kaffi og þið hafið gefið okkur tækifæri til að segja frá heimalöndum okkar í skólunum.
Tvö af börnunum okkar fæddust hér, annað í snjó og stormi! Önnur börn voru svo ung þegar þau komu hingað að þau muna ekki eftir öðru en að búa á Íslandi. Kennararnir hafa tekið börnin okkar að sér án fordóma. Við höfum sótt kirkjurnar ykkar. Við höfum notið tónlistar með ykkur og verið þátttakendur í kórastarfi og tónleikum.
Þetta hafið þið gert þrátt fyrir að vita að dag einn myndum við þurfa að kveðja ykkur. Stærsti hlutinn af hópnum okkar fer frá Íslandi um jólin og kemur ekki aftur. Þau síðustu okkar kveðja snemma á nýju ári. Erlendir makar verða sem áfram í Fjarðabyggð næsta árið til þess að styðja eiginmenn sem vinna við þjálfum hjá Fjarðaáli. En við sem erum eiginkonur þeirra sem unnu við byggingu álversins höfum verið að kveðja ykkur hljóðlega undanfarið en það hefur verið okkur erfitt. Þegar við komum vissum við að við værum gestir ykkar á Íslandi og þess vegna reyndum við eftir bestu getu að virða samfélag ykkar. Okkur finnst það frábært hól hve mörg ykkar hafa sagt að þið munið sakna okkar þegar við förum því það þýðir að okkur hefur tekist að vera góðir gestir. Við munum sakna ykkar líka.
Það er enginn hluti af Íslandi fallegri. Við vitum það. Við höfum heimsótt marga staði á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Þó til séu aðrir fallegir staðir í heiminum eru þeir fáir sem bjóða friðinn, öryggið og rólegheitin sem við höfum upplifað hér.
Að lokum, fyrir hönd okkar allra, sem hafa notið þess frábæra tækifæris og reynslu að búa á Íslandi, bestu þakkir fyrir að bjóða okkur öll velkomin og leyfa okkur að vera hluti af samfélaginu ykkar.
Takk fyrir. Bless bless.
Karen McKenzie, eiginkona byggingastjóra álvers Alcoa Fjarðaáls
Jo-Ann Cameron, eiginkona yfirmanns hjá Bechtel
12. desember 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Athugasemdir
Gleðileg jól Gunnar og fjölskylda og kærar þakkir fyrir árið sem er að líða.
Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 08:51
Takk fyrir og sömuleiðis Jóhann. "Skjáumst" hressir á nýju ári
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 15:14
Gleðileg jól Gunnar og takk fyrir bloggvináttuna.
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2007 kl. 22:31
Gleðileg jól Ágúst og takk fyrir innlitið
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.