Lítið hefur borið á í umræðunni um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda, hvað það muni kosta hinn almenna launamann. Sérstakur skattur á eldsneyti mun bitna beint á almenningi. Hvað myndi fólki finnast ef fríið til útlanda kostaði 30% meira? Rekstur heimilisbílsins yrði 30% dýrari, húshitunarkostnaður ofl. Hvað segir almenningur á Íslandi, ef hér kreppir verulega að í atvinnu og efnahagsmálum og okkur yrði bannað að nýta þá vistvænu orku sem er okkar eina náttúrulega auðlind fyrir utan fiskimiðin?
Ríka fólkinu mun sjálfsagt ekkert muna um þetta en okkur hinum verður kippt 30-40 ár afturábak í lífskjörum. Þá fór einungis efnað fólk til útlanda. Er fólk tilbúið í þær breytingar?
Þeir sem ekki eru alfarið á móti nýtingu jarðvarma og vatnsfallaorku okkar, benda á að við getum nýtt orkuna okkar í t.d. í netþjónabúskap. En ef slíkt stendur okkur ekki til boða og hér er atvinnuleysi? Hefur fólk hugsað þetta til enda?
Hvað munu hin svokölluðu þróunarríka fá mikinn afslátt á samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda? Ríki eins og Indland og Kína?
Hætt er við að vinsældir þessara hugmynda um samkomulag um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunsa dvíni eitthvað, þegar fólk þarf að borga fyrir það úr eigin vasa.
Bandaríkin skrifa ekki undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Segðu!
"Talk is cheap" og háfleygar yfirlýsingar sömuleiðis. Þegar CO2-skerðing verður fyrir alvöru komin á aðgerðalista stjórnmálamanna þá mun almenningur fá að blæða og það mun hann vonandi ekki sætta sig við.
Geir Ágústsson, 8.12.2007 kl. 19:31
Takk fyrir þitt innlegg Geir. Ég hef ekki trú á að fólk muni sætta sig við það
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 20:06
Hvað ætli ríkið geri við þessa aukaskattpeninga? Ætli þeir brenni þá?
Skattar undirstrika væntanlega áherslur ríkisins og þeim er yfirleitt varið í þágu skattborgara og þeirra sem minna mega sín. Það er í öllu falli stefnan.
Vonandi hafa auknir skattar á rekstur heimilisbílinn og á flug til útlanda það í för með sér að almenningssamgöngu verði algengari og flug til útlanda færri, enda er það það sem vísindamenn mæla með.
Mannfólk getur aðlagast að ansi mörgu, t.d. því að dempa efnishyggju lífstíl sinn. Er dempun á hégóma einhver endalok? Er dempun á efnishyggju ekki það sem við þurfum, óháð því hvort koltvísýringur sé að ganga að okkur dauðum eða ekki. Sjá t.d. hugtakið 'ecological footprint'.
Ríki eins og Kína og Indland munu væntanlega fá afslátt sem nemur iðnaðarforskoti Vesturlanda. Forfeður þínir og mínir hafa með neyslu sinni haft töluvert meiri áhrif á jörðina en forfeður venjulegs þróunarlandarbúa.
Gunnar Geir Pétursson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.