Alcoa hefur verið duglegt að veita úr samfélagssjóði sínum styrki til ýmissa mála í Fjarðabyggð. Bæði til menningarmála og einnig til íþrótta, heilbrigðis og öryggismála. Auðvitað er um PR. vinnu að ræða hjá þeim en fram hjá því verður ekki litið að styrkveitingar þeirra hafa komið sér afar vel hér á Mið-Austurlandi.
Nú síðast veitti Alcoa í dag Þjóðminjasafni Íslands styrk úr samfélagssjóði sínum til endurbóta og uppbyggingar Sómastaðahússins í Reyðarfirði. Styrkurinn nemur um 16 milljónum króna og verður hann veittur til verkefnisins á næstu þremur árum.
Hús þetta tengist mér á tvennan hátt. Á jörðinni Sómastöðum rak ég um þriggja ára skeið, samnefnt garðyrkjufyrirtæki og hafði þar bækistöð. Meiningin var að hefja þar ræktun garðplantna en úr því varð ekki heldur keypti ég plöntur til endursölu og vann að mestu við skrúðgarðyrkjuþjónustu sem er mitt fag. Ég var bjartsýnn á að mér tækist að lifa af þessu eingöngu og var ætlunin að fylla dauðan tíma á vetrum með íhlaupavinnu. Reyndin varð sú að brjálað var að gera hjá mér í um þrjá mánuði yfir sumartímann en ekkert í um 8 mánuði ársins. Og erfiðara reyndist að fá íhlaupavinnuna en mig grunaði. Þetta var fyrir tíma álversframkvæmda, árin 1998-2001. Auk þess var brjósklos í baki farið að angra mig all verulega, svo þessu var sjálfhætt.
Hin tengingin við Sómastaði var sú að ég keypti hús á Reyðarfirði af Ingibjörgu Beck sem var fædd og uppalin á Sómastöðum.
Ég átti dálítil samskipti við Þjóðmynjasafnið þegar ég fékk leyfi til þess að hefja atvinnurekstur á jörðinni. Þá var mér m.a. sagt að hús þetta væri einstakt sinnar tegundar á landinu og þjóðmynjaverði þótti mikill fengur í að stofnunin fékk húsið í sína eigu. Á dagskrá var að gera húsið að safni, gera það upp og halda því við en fjármagnið sem úthlutað var til verkefnisins var ekki nema að mig minnir nokkur hundruð þúsund krónur á ári, sem dugði svona mátulega til þess að borga iðnaðarmönnum fyrir að mæta á svæðið og lítið meira en það. Gott dæmi um illa vörðu opinberu fé.
Myndina að ofan tók ég af vef Kjartans Péturs Sigurðssonar en hann bloggar um þessa frétt og finnst að flytja ætti húsið vegna nálægðar við álverið og spennustöðvar við hliðina á því. Ég er algjörlega ósammála þeirri skoðun. Sómastaðahúsið sést á loftmyndinni lengst til vinstri fyrir miðju og spennistöðin þar beint fyrir neðan. Mér hefur alltaf skilist að þessi spennistöð væri til bráðabirgða og bílaplanið með skúrbyggingunum hinu megin við veginn mun hverfa og þar verður gróið land. Þar sem steypustautarnir standa upp úr jörðinn er álverið staðsett. Þarna munu kallast á gamli tíminn og hinn nýji og það gefur þessu safni einstakan kontrast sem vekur fólk til umhugsunar. Bara skemmtilegt.
Ég sé fyrir mér að í húsinu gæti verið rekið lítið kaffihús sem bíður upp á kaffi og rjómapönnukökur og jafnvel harðfisk, hákarl og kalda sviðakjamma. Einstakur veitingastaður, á heimsvísu.
16 milljóna styrkur til að endurbyggja Sómastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sýnir aðeins hræsnina og innrætið.
- Tíska : KENZO fagnar Lunar New Year
- Hvað Kallast Friður og Sátt?
- Af dægurmetauppskeru (að mestu endurtekið efni)
- Æj hvað þetta er orðið þreytt er ekki komin tími til að loka á þessa vitleysu?
- Fjölmiðill fæðist!
- Bæn dagsins...
- Trömp er lentur - næst kaupir hann Ísland
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lokið
- Mun heilbrigðisráðherra skipa Landlækni sem felur hennar spor.
Athugasemdir
Gunnar, þú kemur mér ennþá á óvart, ótrúlegt en satt. Þú hefur semsagt trú á að hægt sé að selja kalda sviðakjamma í kaffihúsi sem staðsett er í 50 metra fjarlægð frá álverinu og 10 metra frá spennistöð? Þetta yrði örugglega einstakur veitingastaður og ætti örugglega engan sinn líkan þó víða væri leitað! Alcoa myndi væntanlega veita rausnarlega úr digrum samfélagssjóði sínum svo hægt sé að gera hugmynd þína að veruleika.
Þegar ég sá umrætt hús sl. sumar datt mér í hug orðatiltækið "krækiber í helvíti" og vakti þetta mig óneitanlega til umhugsunar. Ekki var mér þó skemmt.
Sigurður Hrellir, 5.12.2007 kl. 00:10
Þessi hugmynd er nú reyndar sett fram til gamans. En eins og ég segi í færslunni þá held ég að þessi spennistöð fari, hún var sett upp til bráðabirgða meðan á byggingu álversins stóð og álverið er nú ekki í 50 m fjarlægð en kannski í 300 m fjarlægð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 00:34
Jú það er fínt að laga þetta hús en ég held að staðsetningin bjóði ekki uppá mikla möguleika aðra en kannski að gera þetta part af byggðasafninu á Eskifirði og þá kannski eitthvað sem mætti skoða þannig.
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 5.12.2007 kl. 01:14
Þyrfti ekki bara að flytja það inn í bæ hafa það nálægt td Tærgesen og reyna að gera fallegan miðbæ
Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 12:33
ótrúlega góð mynd hjá þér efst á síðunni
Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 12:34
Takk fyrir það Saxi. Ég tók hana snemma morgunns, rétt innan við svokallað Handarhald í sunnanverðum Reyðarfirði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.