Töluvert hefur verið um það að ungverskir sérfræðingar hafi komið að uppbyggingu álversins hér á Reyðarfirði. Einnig hefur Alcoa sent marga Íslendinga til Ungverjalands í starfsþjálfun, þó flestir séu sendir til Kanada og reyndar fleiri landa.
Um daginn náði ég í Ungverja á innanlands og alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum. Ég stóð við dyrnar þar sem farþegarnir komu inn í flugstöðina, með nafn mannsins á A4 blaði og þegar maðurinn kom auga á nafnið sitt, virtist hann afar feginn því hann hafði lent í dálitlum hremmingum við komuna til Íslands. Hann var að koma til landsins í fyrsta sinn og í Keflavík hafði hann beðið í nokkra klukkutíma, einn og umkomulaus. Einhver misskilningur hafði orðið um það hvað hann ætti að gera við komuna, hélt að það yrði tekið á móti sér. Hann vissi ekkert, nema að verksmiðja Alcoa var ekki í Keflavík og ekki í Reykjavík. Að lokum fékk hann leiðbeiningar um að taka rútu til Reykjavíkur og að koma sér á innanlandsflugvöllinn þar og tékka sig inn í bókað flug til Egilsstaða.
Á leið okkar til Reyðarfjarðar var létt yfir manninum, sem var eitthvað á sextugs aldri. Hann spurði heilmikið um land og þjóð og virtist afar áhugasamur. Hann hafði orð á því að honum hefði strax liðið afskaplega vel á Íslandi. Hann sagðist skynja hér frið og öryggi og það væri nýlunda fyrir sig að sjá ekki vopnaða menn um allt á flugvöllum, eins og hann væri vanur í Evrópu.
Einangrun okkar ástkæra lands og fámenni er auðlind í sjálfu sér sem margir Íslendingar vanmeta. Stundum þarf glöggt gestsauga til þess að opna manns eigin fyrir þessu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.