Tvennskonar minnihlutahópar

Stjórnvöld fara þessa leið til að hægja á þenslunni að mati... Tvennskonar minnihlutahópar sameinuðust í mótmælum við Kárahnjúkavirkjun og við stækkunina í Straumsvík. Annar hópurinn saman stendur af fólki sem ekki vill hrófla við neinu í náttúru landsins, sama í hvaða tilgangi það er. Sá hópur er einnig gjarnan á móti nýjum vegalagningum og hverskyns mannvirkjum utan þéttbýlis.

Hinn hópurinn saman stendur af fólki sem vill ekki hafa erlenda stóriðju í landinu. Yfirlýst ástæða er vegna mengunarinnar sem af því hlýst en oft fylgir einnig með í röksemdafærslum þeirra að viðkomandi stóriðjufyrirtæki séu svo og svo slæm, með tengingar í vopnaframleiðslu og illri meðferð á starfsfólki sínu og þá einna helst í þriðja heims löndum. Svo eru auðvitað sumir sem tilheyra báðum þessum hópum.

Allir vita að yfirgnævandi meirihluti síðarnefnda hópsins eru vinstrimenn og klárlega eru þeir í meirihluta í fyrri hópnum líka þó vissulega sé það blandaðri hópur.

Vinstrimenn tala um "græðgisvæðingu", þegar stórfyrirtæki færa út kvíarnar. Skiftir þá engu máli þó útþensla fyrirtækjana skapi meiri þjóðarauð og geri ríkissjóði kleyft að standa sína plikt í þjónustu sinni gagnvart þegnum sínum. Í dag er á vinnumarkaði heil kynslóð fólks sem þekkir ekki atvinnuleysi, kreppu og samdrátt. Sú kynslóð er markhópur þeirra sem reka áróður fyrir vinstrimennsku í dag.

Því ber að taka fagnandi ef Landsvirkjun getur rennt enn styrkari stoðum undir rekstur sinn með sölu raforku á hærra verði en til stóriðju. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG tekur því ekki fagnandi.

Ps. Vil nú bæta því við að síður en svo ALLIR vinstrimenn eru á móti virkjunum, flestir eru nú bara venjulegt fólk eins og við hægrimenn Wink


mbl.is Skilaboð stjórnvalda um að hægja beri á stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Var það ekki meirihluti kjósenda sem felldi nýja deiliskipulagið í Hafnarfirði og þar með hugsanlega stækkun Alcan verksmiðjunnar ?

Sævar Helgason, 10.11.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, vegna óheiðarlegrar áróðursherferðar minnihlutahópana, m.a. með því að senda falsað bréf inn á hvert heimili í Hafnarfirði daginn fyrir kosninguna. Fylgjendum stækunarinnar gafst ekki ráðrúm til andsvara. Úrslit kosningarinnar lágu í þessu lúalega bragði og minnihlutahópnum tókst með því að skrumskæla lýðræðið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 17:22

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, þú hlýtur að þjást af ranghugmyndum. Er ekki einhver sálfræðingur þarna á Reyðarfirði eða eru þeir allir komnir í vinnu fyrir Alcoa?

Persónuvernd hefur nýlega fellt úrskurð sinn um að Alcan safnaði persónuupplýsingum um Hafnfirðinga og það brýtur í bága við reglur. Falsað bréf, hvað ertu að eiginlega að tala um? 

Sigurður Hrellir, 10.11.2007 kl. 18:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú óþarfi að vera með svona Hrellir minn.

Andstæðingar stækkunarinnar sendu bréf á hvert heimili í nafni fólksins sem býr í námunda við Þjórsá. Margir íbúar þar könnuðust ekki við að hafa gefið samþykkis sitt fyrir því. Þó Alcan hafi staðið klaufalega að verki, þá settu þeir ekki ósannindi í röksemdarfærslur sínar ólíkt andstæðingunum.

Hvernig gengur ykkur Ólafi með áróðursmyndina ykkar "Álver, virkjun og ágóði" ? Ah... fyrirgefðu, þið kallið þetta víst heimildarmynd

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars verðið þið að fara að drífa hana af áður en það verður of seint. En þið getið auðvitað alltaf breytt titlinum: "Netþjónabú,virkjun og ágóði"

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gunnar ég sem gamall hafnfirðingur fylgdist nú nokkuð vel með þessu máli og get ekki séð annað en að lýðræðið hafi fengið að ráða...

Einar Bragi Bragason., 11.11.2007 kl. 01:54

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, já, þetta er búið og gert en ég fer ekki ofan af því að þetta bréf hafði úrslitaáhrif, enda munaði ekki nema nokkrum tugum atkvæða

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2007 kl. 04:58

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru svo margir á bak við tjöldin Gunnar minn. Það var ykkur sjöllunum að kenna að frammarar fengu svona sára flengingu í síðustu kosningum.

Og svo var það Jóhannesi í Bónusi að kenna að Bj, Bjarnason hlaut ekki efsta sætið í sínu kjördæmi.

Og óbærilegur fjöldi aldraðra á Íslandi er góðu heilsufari að kenna.

Árni Gunnarsson, 11.11.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband