Athugasemdir
þetta er að verða þráhyggja hjá þér þessi andstaða gegn vinstri sinnuðu fólki og öllu sem telst vistvænt eða tengist með einhverjum hætti verndun á náttúru, í hvaða mynd sem það er. Þversagnir, rangtúlkanir og staðlausar alhæfingar eru aldrei gott veganesti í vitræna umræðu. Dett stundum inná bloggið þitt og hvílík steypa oft á tíðum að það hálfa væri hverjum manni nægjanlegt.
kv. Arnar
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:27
Þetta innlegg hjá þér Arnar er bara nöldur en engin rök. Ég hvet þig til þess að setja ekki inn athugasemdir hér ef þú hefur ekkert að segja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 12:34
Þetta er alveg rétt hjá honum Arnari. Fullyrðingar þínar um matvælaframleiðslu er vægast sagt tæpar og stimplarnir sem þú notar á fólk með aðrar skoðanir en þínar eiga ekki heima í rökræðu. Það ert þú Gunnar sem ert að nöldra.
Jon (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:16
"Þversagnir, rangtúlkanir og staðlausar alhæfingar eru aldrei gott veganesti í vitræna umræðu"
Þetta eru "rök" Arnars og þú tekur undir sönginn Jon. Á meðan ekki kemur neitt bitastæðara, þá er ekki neinu að svara frá ykkur sálbræðrum.
Einar Bergmundur: Ég sagði aldrei að lífrænt ræktað væri slæmt, einungis forsjárhyggja sósíallistanna. En hins vegar er það mun dýrara og það er með ágætu hægt að færa rök fyrir því að lífræn ræktun sé ekki alfarið vistvæn. Það þarf t.d. mun meira land undir lífræna ræktun og land sem er brotið undir slíka ræktun í regnskógum S-Ameríku og flutt svo alla leið til Íslands með flugi, fullnægir engan veginn skilgreiningunni um vistvænt.
Sumir fullyrða að aldrei verði hægt að anna eftirspurn eftir grænmeti í heiminum með lífrænt ræktuðu en svo eru aðrir sem fullyrða það. Og hverjir skyldu svo þessir aðrir vera? Jú samtök hagsmunaaðila í lífræna geiranum.
Er þokunni eitthvað að létta og skilningur að glæðast?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 16:44
Smá viðbót. Afhverju er lífrænt ræktað dýrara en hefðbundið? Jú það eru aðallega 2-3 ástæður fyrir því.
1. Vöxturinn er hægari
2. Afföll eru meiri vegna óværu
3. Lífræn ræktun krefst meiri lands og mannafla
Auk þess hef ég grun um að gæðaeftirlit sé meira í lífræna geiranum, því þeir eru jú að reyna að vinna markaði. Við meira gæðaeftirlit fást betri afurðir en meira úrkast gæti skýrt gæðamuninn á lifrænt/hefðbundið að einhverju leiti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 16:54
Ekki ætla ég að mótmæla því að lífrænt grænmeti sé gott og betra en það sem ræktað er með "stórtækari" aðferðum. Það er líka rétt hjá þér að allt sem vex hægar er að öllu jöfnu betra. Það er til dæmis tvennt ólíkt að að mínu mati að borða fisk sem vex í köldum sjó en heitum, finns líka vel á rækjum
Bestu tómatarnir og baunirnar uxu í sumar í garðinum að Bjórá. Tómatur sem hefur þroskast í sólinni og er volgur þegar hann er týndur er enda hreint sælgæti.
En það sem skiptir mestu máli, er valið. Fólk velur og hafnar, ber saman verð og gæði og vegur og metur.
Ákvarðanir um lífrænt eða ekki lífrænt, erfðabreytt eða ekki erfðabreytt eru best komnar hjá fólki sjálfu. Það eina sem þarf að vera á hreinu er upplýsingar frá framleiðendum.
G. Tómas Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 04:51
Ég hef alltaf verið svolítið tortryggin þegar fullyrt er um mikla yfirburði í hollustu lífrænt ræktaðs grænmetis og hreinlega sjokkeruð þegar ég sé verðmuninn. Hef þ.a.l. fylgst nokkuð með umræðu og skrifum um málefnið að undanförnu hér í bresku pressunni. Greinir mönnum þar talsvert á, en síðast í morgun heyrði ég viðtal við mann frá Breska Matvælaeftirlitinu sem áréttaði að enn hefði ekkert komið fram sem sýndi fram á með óyggjandi hætti að þessi vara væri á nokkurn hátt hollari en ólífrænt ræktuð.
Þess vegna get ég með góðri samvisku tekið undir grein Gunnars hér að ofan. Það er ekki verra að kynna sér málið áður en slegið er á fingur manna sem setja fram ágætlega rökstuddar skoðanir sínar hér svæðinu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 11:44
Öfgar enda ævinlega í kjánaskap. Þó þarf sérviska ekki endilega að vera kjánaleg ef hún er ekki uppáþrengjandi.
Sjálfur hef ég trú á að lífrænt ræktuð marvæli séu hollari en hin og vel þau fyrir mig. Ég er gamall bóndi og á að vita eitthvað meira um þetta en þeir sem standa fjarri vettvangi. Og þetta sem þú segir um upptöku snefilefna er rétt. Þau bera hærra hlutfall í gróðrinum sé eingöngu um lífrænan áburð að ræða og auk þess tæmist jarðvegurinn af þessum efnum og af sumum hverjum nokkuð hratt ef í hann er bætt stórum skömmtum af köfnunarefni.
Mestu máli skiptir að hvorttveggja sé í boði og fólk geti valið.
Til gamans get ég svo sagt frá því að þegar við hjónin fluttumst úr sveitinni með 3 elstu börnin, 3ja-7 ára hafði þeim nánast aldrei orðið misdægurt. Þegar við vorum komin í menningarsæluna tók við þrálátt lasleikatímabil sem varði í eitt ár að mig minnir.
Árni Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 17:29
Þegar talað er um að eitthvað sé hollara en annað, þá þýðir það ekki að þetta "annað" sé óholt. Ég er viss um að hlutfallið af aukinni hollustu í lífrænt ræktuðu, vegi ekki upp verðmuninn.
Gæti ekki verið að börnin þín hafi lifað í ofvernduðu umhverfi í sveitinni?
Svo þegar þau fluttu í þéttbýlið þá voru þau berskjölduð fyrir ýmsum umgangspestum og steinlágu í hvert sinn sem þeim brá fyrir.
Bara svona tilgáta
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 06:32
Og vegna þess að hlutfallið af aukinni hollustu, vegur ekki upp verðmuninn, þá geturðu keypt miklu meira af grænmeti, fyrir aðeins meiri pening. Útkoman er: Meiri hollusta fyrir minni pening.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 06:38
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ísland á landakröfur til Norður-Ameríku?
- Gömul úrelt lög â¦.
- Kolefnisgjald
- Trump veldur uppnámi á Grænlandi
- Lítum ekki undan. Horfumst í augu við staðreyndir.
- Viltu launahækkun? Færðu lögheimilið!
- Búið að ræna grænu skátastelpunum- höldum þessu leyndu
- Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
Alveg finnst mér það stórmerkilegt að vinstrimenn hópist stöðugt, á síðustu og bestu tímum, í kringum málstaði sem er á skjön við heilbrigða skynsemi. Einhvern tíma þóttust sósíallistar eiga verkalýðinn á kröppum kjörum sem skjólstæðinga sína. Stóðu vörð um kaup þeirra og kjör og yfir höfuð um alla þeirra hagsmuni. Nú á að ota að honum dýrari matvælum og banna honum að vinna í verksmiðjum. Þetta segi ég í ljósi þeirrar staðreyndar að VG (aðallega) hefur sérstakan áhuga á að "styrkja" lífrænan landbúnað og að koma í veg fyrir frekari virkjanir og álver á landinu, sem þó stuðlar einmitt að því að efla byggð, annan iðnað, verslun og þjónustu í nágrenni sínu.
Það gætir dálítils misskilnings hjá næpuhvíta nýaldarfólkinu og vinstri sósíallistunum í sambandi við hollustuna við lífrænt ræktað grænmeti. Það að nota skordýraeitur við ræktun gerir grænmetið ekki óhollt. Það að nota tilbúinn áburð gerir grænmetið ekki óholt heldur. Það sem gerist hins vegar þegar ræktað er við bestu fáanlegar aðstæður m.t.t vaxtarhraða og framlegðar, er að ýmis vítamín og snefilefni sem eru eftirsóknarverð eru ekki í eins miklum mæli í grænmetinu og ávöxtunum og þegar vaxtarhraðinn er minni.
Þess vegna eigið þið, sem sækist eftir hollustunni, bara að borða t.d. tvo tómata af venjulega ræktuðum, á móti einum og hálfum af lífrænt ræktuðum. Með því sláið þið tvær flugur í einu höggi: Fáið meira af bætiefnum og vítamínum og það er meira af peningum eftir í veskinu. Svo getið þið á tyllidögum, ef þið endilega viljið, snobbað fyrir hverju öðru í grillveislunum með lífræna dótinu.
Sumir segja að hið lífrænt ræktaða sé bragðbetra. (Og ég held reyndar að það geti alveg verið rétt í einhverjum tilvikum) Gott og vel, ef ykkur finnst það þá kaupið þið bara lífrænt ræktað. Ekki ætla ég að banna ykkur það. En ég kæri mig hins vegar ekki um að skattfé borgaranna sé varið í neyslustýringu, lífrænt ræktuðu til góða.