Þegar ég sá fréttina um daginn, að Dr. Watson hefði látið út úr sér ummæli sem höfðu þær afleiðingar að hann varð að aflýsa fyrirlestri í Englandi út af honum og í kjölfarið ákveðið að setjast í helgan stein, þá datt mér helst í hug óhapp. Að hann hefði misst þetta út úr sér á óheppilegan máta. En svo mun víst ekki vera.
Umræða á þessum nótum er auðvitað eldfim en ég velti því fyrir mér hvert heimurinn stefnir ef ekki má segja skoðanir sínar. Nasisminn er bannaður og það má ekki afneita helförinni. Í sjálfu sér er ég alveg sammála því.... en samt. Hvert leiðir ritskoðun af þessu tagi heimsbyggðina? Ég sé fyrir mér alheimsskrifstofu sérfæðinga sem fylgjast með því hvað er heppilegt að tjá sig um og hvað ekki.
En aftur að Dr. Watson. Fleira hefur hann sagt í gegnum tíðina sem vakið hafa hörð viðbrögð. Hann hefur oft sagt á fyrirlestrum og í viðtölum að hann sé fylgjandi genetískri skymun og "genetic engineering", (genafikti) og réttlætir það með þeirri fullyrðingu að heimska sé sjúkdómur. Þá allra heimskustu ætti að lækna. Væntanlega með því að láta þá aldrei fæðast.
Einnig sagði hann eitt sinn að fegurð væri hlutur sen hægt væri að hafa stjórn á með genafikti og sagði af því tilefni: "Fólk segir að það sé hræðilegt ef við gerum allar stúlkur fallegar. Ég held að það yrði frábært!".
Gaman að kallinum.
Watson sest í helgan stein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 946109
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér finnst stórfurðulegt að enginn skuli hafa komið honum til varnar og sagt: þótt ég sé ósammála þér, styð ég málfrelsi þitt heilshugar. Menn mega hafa skoðun, sama hversu röng eða rétt hún kann að vera. Það sem er hvað mest óþolandi við vora tíma er þetta skoðanaóþol, að allir gjörsamlega verði að hafa sömu skoðun, annars sé voðinn vís.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.10.2007 kl. 10:12
Hmm,
Það er skrýtið með ykkur, (leyfist mér að segja "skápa-rasísta), að þið eruð tilbúnir að verja fáfræðilegar skoðanir manns undir því yfirskini að þið séuð að verja rétt hans að hafa skoðanir yfirleitt. Það er enginn að banna manninum að hafa skoðanir. Það hefur enginn lögsótt hann. Það hefur enginn dómstóll bannað honum að hafa skoðanir. Það hefur enginn heft tjáningarfrelsi hans. Það eina sem hefur gerst er að fjölmiðlar hafa haft eftir honum hvað hann sagði (enginn fjölmiðill hefur mælt með að Watson megi ekki segja skoðanir sínar). Ein bókaútgáfa hefur frestað upplestrarröð (væntanlega af markaðsástæðum, það er þeirra réttur), og stofnunin þar sem Watson vinnur, hefur lýst yfir að þeir séu á öðru máli en Watson (það er líka þeirra réttur.)
Getur verið að þið viljið ekki verja rétt manna til að mótmæla rasískum skoðunum Watsons? Er það kannski líka skoðanafrelsi? Má bara verja skoðanir sem eru rasískar.
Vitið þið kannski upp á ykkur skömmina? Jæja, ekki ætla ég að gera ykkur upp skoðanir. En felið ykkur ekki bakbið umræðu um tjáningarfrelsi, enginn hefur ógnað rétt Watson til að tjá sig. En ef maður hefur frelsi verður maður að vera tilbúinn að taka afleiðingar gerða sinna og orða.
Valdimar Arnarson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:10
Valdimar: Ef viðbrögð við einhverjum ummælum manns valda því að hann verði að hætta við fyrirlestur, þá er það vegna þrýstings einhvers fyrirbæris sem telur sig sjálfskipaðan siðgæðis og réttlætisvörð. Hver er hann? Er hægt að rökræða eitthvað við hann? Veistu e-mailið hjá honum?
Það er þetta vald yfir hugsunum fólks sem mér hugnast ekki. Ef það gerir mig að "skáparasista", þá verður svo að vera.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 14:45
Ný-yrðið "skoðana-óþol" lýsir vel því ástandi sem við búum við á Vesturlöndum. Hávær minnihluti leggur það fólk í einelti, sem dirfist að tjá aðrar skoðanir en þessi sjálfskipaði hópur aðhyllist. Við sjáum þetta mjög greinilega í umræðunni um meintar breytingar á veðurfari og hér birtist þetta í ofsóknum á hendur öldruðum vísindamanni, sem leyfir sér að hafa skoðun sem ekki fellur að staðal-viðhorfum þeirra útvöldu.
Þessa skoðanalögreglu virðist engu skipta, að James Dewey Watson (1928-) hlaut Nobels-verðlaun 1962 fyrir störf sín á sviði erfðafræði. Hvað ætli svona maður sé mörgum sinnum verðmætari en gasprari eins og Valdimar Arnarson ? Eða ætlar skoðana-lögreglan að halda því fram að Watson hafi ekkert vit á erfðafræði ? Er ekki einfaldlega vel hugsanlegt, að hann viti eitthvað um erfðaþátt gáfnafars ?
Valdimar hefur sýnilega "rökin" á hreinu, því að hann gefur Gunnari og Sigurgeiri þá einkun að þeir séu "skápa-rasistar". Enn fremur segir Valdimar, af mikilli skarpskyggni:
Hvað er langt þar til "skoðana-óþolið" breytist í "skoðana-kúgun" ? Er Valdimar hugsanlega svo heimskur að hann skilji ekki, að auðvelt er að eyðileggja mannorð fólks án þess að dómstólar komi við sögu ? Hvað ætli margir hér á Íslandi hafi mátt þola mannorðs-missi, vegna óhróðurs fólks eins og Valdimars, sem telur sig hafa einkaleyfi á sannleikanum ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.10.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.