Biskupi Íslands er eðlilega brugðið þegar honum finnst vegið að sinni egin stofnun. Hann segir að þjóðkirkjan hafi verið beitt þrýstingi vegna málsins um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist.
Kenningarnefnd kirkjunnar ályktaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu;
"..að Þjóðkirkjan standi áfram við hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu og því ekki gert ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband".
"Hins vegar er mælt með því að prestum verði heimilt að staðfesta samvist ef lögum um hana verði breytt þannig að slíkt verði mögulegt. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði er hann flutti tillöguna að þarna væri mun lengra gengið en þekktist í nálægum löndum, eða krafa væri gerð um".
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands sýndi af sér fádæma hroka og smánaði lýræðið þegar hann var í embættiserindum á Fljótsdalshéraði fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var á þeim tíma sem Kárahnjúkaframkvæmdin var rétt í þann veginn að detta inn. Tiltölulega fámennur en vel skipulagður hópur stóð fyrir mótmælum og miklum greinaskrifum í blöð. Birt voru viðtöl við allskonar frægt fólk og fræðinga. Holskefla áróðurs reið yfir landið og í skoðanakönnun voru skyndilega um 70% landsmanna á móti fyrirhuguðum framkvæmdum. Það tók reyndar ekki nema nokkrar vikur að vinda ofan af þessum múgæsing. Þegar upplýsingar bárust um ýmis atriði þá hröpuðu vinsældir mótmælendanna. Málflutningur þeirra hafði beðið ítrekað hnekki og trúverðugleikinn var fyrir bí.
En Herra Karli Sigurbjörnssyni fannst ástæða til að leggja mótmælendum lið á þessum krítíska tíma, með yfirlýsingum sínum um hvað honum finndist það mikil fásinna að fórna hluta náttúrunnar fyrir þessa virkjun.
Öllum er frjálst að hafa sína skoðun og kjósa af sinni sannfæringu. En þegar hitamál eru í gangi í þjóðfélaginu, þá verður andlegur trúarleiðtogi þjóðarinnar að gæta sín á því að vera ekki að blanda sér í dægurþras almúgans. Athyglin sem embætti hans vekur, á ekki að nýta í pólitískum tilgangi. Ef það er gert þá er "ómaklega vegið að lýðræðinu". Biskup hefur áhyggjur af því að ómaklega sé vegið að þjóðkirkjunni. Kannski er hægt að læra eitthvað af þessu.
Ps. Þess má geta að Biskup var gagnrýndur í blaðagreinum fyrir að predika pólitískan áróður, þegar hann gekk á Guðs vegum. Hann svaraði þeirri gagnrýni jábræðrum sínum til ánægju en öðrum til furðu.
Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 22.10.2007 (breytt 23.10.2007 kl. 00:22) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Karl er lélegur biskup...ólíkt föður sínum!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:21
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.