Hálfsögð frétt

"Það magn koltvísýrings sem úthöfin drekka í sig hefur minnkað, að því er vísindamenn greina frá.  Telja þeir að þetta geti verið áhyggjuefni, og aukið hlýnunina í andrúmslofti jarðarinnar ef úthöfin taka við minna magni gróðurhúsalofttegunda. Ástæða sé til að ætla að með tímanum mettist úthöfin af gróðurhúsaefnum sem losnað hafi af mannavöldum".

Frekari skýringar á þessu fylgir ekki fréttinni og einhvern veginn er maður engu nær. Hverskonar fréttamennska er þetta eiginlega?


mbl.is Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Loftmengunarprófessor Hannes Hólmsteinn verður snöggur að afgreiða þessa vitleysu.

Það er auðvitað deginum ljósara að þetta hefur ekkert með umgengni okkar mannanna við náttúruna að gera.

Svo vitum við það öll að hlýnun andrúmsloftsins og bráðnun jökla er mikil guðsgjöf fyrir hagvöxtinn og þó fyrst og fremst fátæku þjóðirnar í Afríku.

Við látum ekki helv. kommúnistana og "hina svokölluðu umhverfissinna" beygja okkur til að bera virðingu fyrir sköpunaverkinu.

Lifi frjálshyggjan!!!!!!

Árni Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eins og fréttin er sett upp, þá er hún eins og sniðin fyrir rétttrúnaðarsinnana. Passað upp á að segja ekki of mikið og alls ekki að gera nána grein fyrir málinu. Tala í fyrirsögnum, það er trikkið

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvoru megin eru rétttrúnaðarsinnar?

Eru það þeir sem hlusta á og lesa skýrslur frá vísindastofnunum með sérþekkingu, ásamt virtum vísindamönnum frá umræddum stofnunu.

Eða eru það þeir sem rjúka upp til handa og fóta og æpa lygi, lygi?

Fyrsta aðgerð grænfriðunga "svokallaðra" var þega þeir, fyrir nokkrum áratugum stöðvuðu skip með varðstöðu.

Flutningaskip lestað með kjarnaúrgangi í stáltunnum var að leggja úr höfn í Frakklandi. Stjórnvöld brugðust ókvæða við og sögðu þessar tunnur þola allt að 80 ár í sjó áður en þær tærðust í sundur.

Rétttrúaðir!!! samkvæmt minni túlkun og með upphrópunarmerki höfðu sitt fram og farminum var sökkt í Norðursjó.

Þessar sprengjur eru hættulausar með öllu,- sögðu frönsk stjórnvöld við mótmælendur frá frumbyggjum á eyjaklasa út af ströndum Ástralíu. Verið var að undirbúa tilraunir með kjarnorkusprengjur sem átti að prófa við kóralrif í grennd við eyjar þessar.

"En af hverju sprengið þið þær þá ekki heima hjá ykkur?" spurðu hinir ómenntuðu heiðingjar.

Skyldi geta verið að þeir hafi verið rétttrúaðir?

Árni Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er að vísa í það að þeir sem trúa öllu um gróurhúsakenninguna, m.a. að athafnanir mannanna á jörðinni leiði af sér katastroffu vegna hlýnunar, verða svo reiðir og hneikslaðir ef einhverjum dirfist að efast um kenningarnar og forsendur þeirra. Þeirra er rétttrúnaðurinn.

Hinsvegar tek ég undir annað sem þú nefnir, í sambandi við karnaúrgang og kjarnorkusprengjur. Pössum upp á að Íranir komist ekki í svoleiðis.

Ég held samt að almennt öryggi og förgunarleiðir úrgangs hafi tekið stakkaskiptum á s.l. tuttugu árum. Tölvutækninni hefur fleigt fram. Nú eru venjulegar heimilis lap-top vélar, öflugri en margar "fullkomnar háskólatölvur" voru á öndverðum níunda áratugs síðustu aldar.

Við tosumst alltaf eilítið í átt að fullkomnu þjóðfélagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 05:35

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eða öllu heldur; í átt að fullkomnara þjóðfélagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 05:45

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held þú eigir við Kristinn, að það er ekki "inn" að vera "alvöru" náttúrubarn, sem lifir í sátt við umhverfi sitt en standur frammi fyrir því vandamáli að meiga ekki björg sér veita. Það á ekki bara við trillukarla og lítil sjávarpláss.

En svo er fullt af 101 náttúrubörnum, sem dvelur út í náttúrunni og dreifbýlinu á tyllidögum og frídögum. Það birtast gjarnan viðtöl við þau í lopapeysum og  það drýpur af þeim réttlætiskenndin, hreinleikinn og hollustan. Og sjálfbærnin, ekki gleyma henni.

Raunveruleikabörnin horfa á þetta. Sum verða reið, önnur sár og sum bæði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband