Þegar ég kom heim í dag, tók konan mín á móti mér í miklu uppnámi. Þegar ég spurði hana hvað væri að þá sagði hún næstum með tárin í augunum að apótekarinn hefði verið svo dónalegur við hana í símann um morgununinn. "Ég var búin að hringja mjög lengi og oftar en einu sinni áður en hann loksins svaraði, og þá með þvílíkum dónaskap og hortugheitum".
Það fauk í mig og ég fór út í snatri og keyrði beina leið í apótekið. Þegar ég kom inn í apótekið gekk ég rakleiðis að apótekaranum og bað hann að gjöra svo vel og biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart konnunni minni um morguninn. Apótekarinn varð skelfingin uppmáluð þegar hann sá hversu illilegur ég var í framan og sagði:
"Leyfðu mér að útskýra mína hlið á málinu. Í morgunn þá klikkaði vekjarinn á klukkunni minni svo ég vaknaði of seint. Ég rauk fram úr og beint út í bíl án þess að fá mér morgunnmat og uppgötvaði þá að ég hafði læst bæði bíllyklana og húslyklana inni í húsinu. Ég varð því að brjóta glugga til þess að komast inn og ná í lyklana. Þegar ég hafði náð í lyklana þá brunaði ég af stað en var stöðvaður stuttu síðar af löggunni fyrir of hraðan akstur. Rétt eftir að ég losnaði úr þeirri töf þá sprakk á bílnum. Þegar ég komst loksins í vinnuna þá var komin löng röð af fólki fyrir utan dyrnar bíðandi eftir að ég opnaði. Ég opnaði og byrjaði strax að afgreiða fólkið en á meðan hringdi fjandans síminn stanslaust. Mig vantað skiptimynt og náði í svona innpakkaða rúllu af tíköllum og sló henni við í skúffubrúnina á afgreiðslukassanum og tíkallarnar tvístruðust um allt gólf. Ég þurfti því að skríða á fjórum fótum til að tína skiptimyntina saman og enn hringdi síminn stöðugt. Þegar ég hafði náð síðasta tíkallinum, stóð ég upp en rakk þá hnakkann í opna skúffuna á afgreiðslukassanum og við það missti ég jafnvægið og féll aftur fyrir mig á hillu sem var full af ilmvatnsglösum. Helmingurinn af þeim féll á gólfið og brotnuðu. Allan tímann hringdi síminn og þegar ég staulaðist að honum og svaraði, þá var konan þín í símanum. Hún vildi vita hvernig nota ætti endaþarmshitamæli".
Svipurinn á apótekaranum var átakanlegur þegar hann sagið að lokum:
"Og ég sver við minningu móður minnar að það eina sem ég gerði, var að segja henni það".
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
HAHAHAHA Frábær!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.10.2007 kl. 01:13
þessi var nú helvíti góður
Jóna Á. Gísladóttir, 16.10.2007 kl. 01:50
Takk stelpur, hann er þýddur og endursagður ... og væntanlega frumsýndur á íslensku í þessari færslu
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2007 kl. 02:02
hahahaha... nettur Gunni
Arnfinnur Bragason, 16.10.2007 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.