Ef marka má könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrr á árinu eru flestir borgarbúar ánægðir með þennan háhýsavöxt í borginni. Tveir af hverjum þremur töldu að háhýsi ættu rétt á sér í borgarskipulagi. Reyndar voru fleiri karlar en konur hlynntir háhýsum, og einnig virðast þau falla yngra fólki betur í geð.
Atkitektúr er ekki undanskilinn þegar tískusveiflur eru annars vegar. Reglulega rís upp hávær hópur fólks og mótmælir ef byggingar á höfðuborgarsvæðinu rísa upp fyrir eitthvert rétttrúnaðarnorm. Fundið er slíkum byggingum allt til foráttu og þær sagðar ekki henta hér m.a. vegna mikillar skuggamyndunar vegna norðlægrar stöðu borgarinnar, vegna vinds sem þær skapa og guð má vita hvað.
Fyrir utan hvað háar byggingar eru gjarnan stórglæsileg mannvirki, þá hafa þær að sjálfsögðu hagnýtt gildi í borgarsamfélagi. Þær nýta pláss betur.
Fyrir 20-30 árum síðan þá mátti helst ekkert skraut og prjál vera á nýbyggingum, sérstaklega ekki ef opinberir aðilar byggðu. Arkitektúrinn átti að vera einfaldur og engu mátti eyða aukalega í "hégóma" eins og sumir orðuðu það. Margar ömurlegar byggingar í Reykjavík eru til vitnis um þennan stíl sem ég ætla ekki að telja upp hér. Sálarlausir ferkantaðir kassar sem setja austurþýskan blæ á umhverfi sitt.
Sem betur er fer kassatímabilið liðið.
![]() |
Á efstu hæð á hæsta húsi landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Lýðræðið er í kröggum - svona ákvæði er virkjað til að komast útúr klemmu
- Frekari hlýindi
- Fyrsta og eina skiptið
- Ömurlegasta ríkisstjórn sögunnar verður enn verri
- Fróðlegt viðtal Tucker Carlson við Ted Cruz um Úkraínustríðið.
- Stórfrétt dagsins.
- Úttekt á Stjórnsýslukæru 11. júlí 2025 kl. 11:11
- Þvermóðska, heift, dómgreindarleysi
- Er unnt að tala í nafni þjóðarinnar?
- FRAMSAL VALDS Í HEILBRIGÐISMÁLUM TIL WHO ER HREINT OG KLÁRT STJÓRNARSKRÁRBROT - ÆTLAR ALMA MÖLLER AÐ GERAST SEK UM LANDRÁÐ????T
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.