Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur sannað að það voru mistök að ráða hann í starfið. Einhverjum hefði dottið í hug að gera breytingar á liðinu í hálfleik eftir herfilega frammistöðu í þeim fyrri. Fyrsta breyting er gerð eftir 70 mínútna leik og svo aftur í blálokin. Hverju ætlaði Eyjólfur að breyta síðustu tvær mínúturnar? Það er grátlegt að horfa upp á leikmenn liðsins spila eins og byrjendur, ná engu sambandi við hvern annann á vellinum, lélegar sendingar, móttökur, slakar staðsetningar með og án bolta, vörn og miðja út á þekju og markmaður sem ver ekki laflausan bolta úr aukaspyrnu.
Svo fannst mér lýsing Hrafnkels Kristjánssonar með aðstoð Willums í sjónvarpinu fyrir neðan allar hellur. Frá upphafi var lýsing þeirra eins og um jarðarför hefði verið að ræða og ég velti því fyrir mér hvort þeir væru að horfa á sama leik og ég þegar þeir sögðu að Lettar hefðu greinilegan engan áhuga á leiknum og litu á hann sem skylduverkefni sem þeir þyrftu að ljúka vegna þess þeir hefðu ekki lengur séns í þessu móti. Og þetta segja þeir eftir 6 mínútna leik!!! Hvílík dýpt í leikgreiningu eða hitt þó heldur.
Eyjólfur Sverrisson var frábær leikmaður á sínum tíma og leiðtogi bæði innan vallar sem utan en slíkir hæfileikar hafa aldrei gert menn að frambærilegum þjálfurum. Eyjólfur var ráðinn í æðstu þjálfarastöðu landsins án þess að hafa þjálfað eitt einasta lið áður, utan unglingalið. Hvar í veröldinni væri ekki hlegið að slíkri ráðningu?
Látum Eyjólf klára þetta mót og setjum svo metnað í næstu þjálfararáðningu. KSÍ hefur gumað af sterkri fjárhagsstöðu undanfarin ár, svo ekki ætti að vera vandamál að fá góðan erlendan þjálfara sem hefur sannað sig sem þjálfari. Íslenskir knattspyrnuunnendur eiga það skilið eftir þrautagöngu undanfarinna missera.
Ósigur gegn Lettum, 2:4, en Eiður sló markametið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 13.10.2007 (breytt 14.10.2007 kl. 14:43) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 946200
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump snýr til baka
- Það eykur ekki lýðræðið að flytja spillingu Reykjavíkurborgar til Alþingis
- Keith Starmer forsætisráðherra Bretland steig á fætur Trumps
- Að gefa öðrum tíma
- Í tilefni af EMBÆTTIS-INNTÖKU Trumps, sem að mun fara fram í dag:
- Vildi liðsinni frá ESB
- Kristrún slær úr og í með ESB, grefur sér gröf
- Ungar lesbíur vilja ekki karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, og segjast vera lesbía
- Handtaka blaðakonu varpar ljósi á þúsundir 'gleymdra' erlendra fanga í Íran
- Merkir tímar. Merkur dagur.
Athugasemdir
Mig minnir reyndar að Logi hafi gert Skagamenn að Íslandsmeisturum en þá tók hann við fullslípuðu liði af Guðjóni Þórðar (ef ég man rétt)
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2007 kl. 21:00
Hvaðan kom þessi Stefán Kristjánsson eiginlega?
Hafrún Kristjánsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:46
Er hann ekki íþróttafréttamaður...ah...Hrafnkell er það ekki, smá nafnarugl
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2007 kl. 22:18
Sammála þér Gunni, enda setti maður stórt spurningamerki við ráðningu Eyjólfs á sínum tíma..... Það er alltaf verið að ráða einhverja næsgæ í þessa stöðu, einhverja sem eru góðir í að segja brandara!!... Logi, Ásgeir, Atli, Eyjólfur..... Allt ljúfir og góðir drengir... en því miður lítill árangur. Guðjón Þórðar, hvað svosem hægt er að segja um hann, er síðasti þjálfari sem við höfum haft sem kom liðinu í það hugarástand að hver einasti leikmaður mætti í leikinn með blóðbragð í munninum og gerði það sem við erum bestir í, að spila með hjartanu..
Arnfinnur Bragason, 14.10.2007 kl. 12:09
Já Arnfinnur, þegar Guðjón tók við þá blésu sannarlega ferskir vindar um landsliðið í fyrsta skipti í mörg mörg ár. Við þurfum mann í brúnna sem setur ungmannafélagsandann svolítið til hliðar og mótíverar landsliðsmennina þannig að þeir hafi trú á sér og spili eins og þú segir, með blóðbragð í munni.
Landi, auðvitað eiga leikmenn líka að bera ábyrgð, en þar á þjálfarinn að koma að málum með því að velja þá ekki aftur og aftur. Frekar vil ég sjá leikmann úr íslenskri deild berjast með kjafti og klóm en atvinnumann sem kemur í leiki bara til þess að hitta strákana.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 14:07
Reyndar held ég að allir berjist svo sem og allir vilja fá hagstæð úrslit en það er þetta "extra something" eða X faktorinn" í andlegu hliðinni sem verður að vera til staðar. Ljúfir og góðir brandarakallar í stöðu þjálfara er ekki að gera sig. Fáum Guðjón aftur eða harðann nagla erlendis frá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.