Eyjólfur hefur sannaš sig

Boltinn liggur ķ marki Ķslands eftir skalla Oskars Klava, 1:1.Eyjólfur Sverrisson landslišsžjįlfari hefur sannaš aš žaš voru mistök aš rįša hann ķ starfiš. Einhverjum hefši dottiš ķ hug aš gera breytingar į lišinu ķ hįlfleik eftir herfilega frammistöšu ķ žeim fyrri. Fyrsta breyting er gerš eftir 70 mķnśtna leik og svo aftur ķ blįlokin. Hverju ętlaši Eyjólfur aš breyta sķšustu tvęr mķnśturnar? Žaš er grįtlegt aš horfa upp į leikmenn lišsins spila eins og byrjendur, nį engu sambandi viš hvern annann į vellinum, lélegar sendingar, móttökur, slakar stašsetningar meš og įn bolta, vörn og mišja śt į žekju og markmašur sem ver ekki laflausan bolta śr aukaspyrnu.

Svo fannst mér lżsing Hrafnkels Kristjįnssonar meš ašstoš Willums ķ sjónvarpinu fyrir nešan allar hellur. Frį upphafi var lżsing žeirra eins og um jaršarför hefši veriš aš ręša og ég velti žvķ fyrir mér hvort žeir vęru aš horfa į sama leik og ég žegar žeir sögšu aš Lettar hefšu greinilegan engan įhuga į leiknum og litu į hann sem skylduverkefni sem žeir žyrftu aš ljśka vegna žess žeir hefšu ekki lengur séns ķ žessu móti. Og žetta segja žeir eftir 6 mķnśtna leik!!! Hvķlķk dżpt ķ leikgreiningu eša hitt žó heldur.  

Eyjólfur Sverrisson var frįbęr leikmašur į sķnum tķma og leištogi bęši innan vallar sem utan en slķkir hęfileikar hafa aldrei gert menn aš frambęrilegum žjįlfurum. Eyjólfur var rįšinn ķ ęšstu žjįlfarastöšu landsins įn žess aš hafa žjįlfaš eitt einasta liš įšur, utan unglingališ. Hvar ķ veröldinni vęri ekki hlegiš aš slķkri rįšningu?

Lįtum Eyjólf klįra žetta mót og setjum svo metnaš ķ nęstu žjįlfararįšningu. KSĶ hefur gumaš af sterkri fjįrhagsstöšu undanfarin įr, svo ekki ętti aš vera vandamįl aš fį góšan erlendan žjįlfara sem hefur sannaš sig sem žjįlfari. Ķslenskir knattspyrnuunnendur eiga žaš skiliš eftir žrautagöngu undanfarinna missera.


mbl.is Ósigur gegn Lettum, 2:4, en Eišur sló markametiš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mig minnir reyndar aš Logi hafi gert Skagamenn aš Ķslandsmeisturum en žį tók hann viš fullslķpušu liši af Gušjóni Žóršar (ef ég man rétt)

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2007 kl. 21:00

2 Smįmynd: Hafrśn Kristjįnsdóttir

Hvašan kom žessi Stefįn Kristjįnsson eiginlega? 

Hafrśn Kristjįnsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:46

3 Smįmynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er hann ekki ķžróttafréttamašur...ah...Hrafnkell er žaš ekki, smį nafnarugl

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2007 kl. 22:18

4 Smįmynd: Arnfinnur Bragason

Sammįla žér Gunni, enda setti mašur stórt spurningamerki viš rįšningu Eyjólfs į sķnum tķma..... Žaš er alltaf veriš aš rįša einhverja nęsgę ķ žessa stöšu, einhverja sem eru góšir ķ aš segja brandara!!... Logi, Įsgeir, Atli, Eyjólfur..... Allt ljśfir og góšir drengir... en žvķ mišur lķtill įrangur. Gušjón Žóršar, hvaš svosem hęgt er aš segja um hann, er sķšasti žjįlfari sem viš höfum haft sem kom lišinu ķ žaš hugarįstand aš hver einasti leikmašur mętti ķ leikinn meš blóšbragš ķ munninum og  gerši žaš sem viš erum bestir  ķ, aš spila meš hjartanu..

Arnfinnur Bragason, 14.10.2007 kl. 12:09

5 Smįmynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jį Arnfinnur,  žegar Gušjón tók viš žį blésu sannarlega ferskir vindar um landslišiš ķ fyrsta skipti ķ mörg mörg įr. Viš žurfum mann ķ brśnna sem setur ungmannafélagsandann svolķtiš til hlišar og mótķverar landslišsmennina žannig aš žeir hafi trś į sér og spili eins og žś segir, meš blóšbragš ķ munni.

Landi, aušvitaš eiga leikmenn lķka aš bera įbyrgš, en žar į žjįlfarinn aš koma aš mįlum meš žvķ aš velja žį ekki aftur og aftur. Frekar vil ég sjį leikmann śr ķslenskri deild berjast meš kjafti og klóm en atvinnumann sem kemur ķ leiki bara til žess aš hitta strįkana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 14:07

6 Smįmynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar held ég aš allir berjist svo sem og allir vilja fį hagstęš śrslit en žaš er žetta "extra something" eša X faktorinn" ķ andlegu hlišinni sem veršur aš vera til stašar. Ljśfir og góšir brandarakallar ķ stöšu žjįlfara er ekki aš gera sig. Fįum Gušjón aftur eša haršann nagla erlendis frį.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 14:12

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband