Bandarískir rapparataktar í auglýsingu

Bubbi Morthens Það er auðvitað ágætt að vakin sé athygli á íslenskri tungu í dægurlagatextagerð en að Bubbi Morthens fari fyrir slíkri herferð er sprenghlægilegt.

Auglýsing hans í sjónvarpinu þar sem hann sýnir alla "nýjustu" fingratakta bandarískra rappara er svo hallærisleg að einn þriðji væri yfirdrifið. Kallinn á sextugsaldri að taka upp á þessu núna! Bubbi hefur víða komið við, bæði á tónlistarferli sínum og í textagerð. Sumir segja að hann endurnýji sig en ég segi að þetta flakk hans minni frekar á ungling að leita að sjálfum sér, ungling sem er að reyna að finna fjölina sína. Textar hans eru svo skelfilegir margir hverjir, að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta og það sem hann hefur látið frá sér tónlistarlega er sumt svo aumt að það er eginlega sorglegt, þó vissulega eigi hann nokkrar ágætar perlur. 


mbl.is Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hreint gæti ég ekki verið meira sammála þessu, að maður á þessum aldri skuli ekki gera sér grein fyrir því hve hrikalega miklu fífli hann er að gera sig af.

Persónulega fannst mér Simon Cowell style-ingin hans langdregin en þetta, þetta er fyrir neðan allar hellur.

Magni Þór (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég er nú eiginlega alveg sammála þér í því að textarnir hans Bubba eru all útþynntir með aldrinum. En e.t.v. eru það bara við sem erum að þroskast og fullorðnast meðan Bubbi-"lubbi" er sífellt ungur?

Nema hvað?

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 28.9.2007 kl. 20:20

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bubbi snertir á mörgum málum og er fjölbreyttur þannig lagað séð, en hann er bara ekki orðsins maður. Svo er eins og að hann kunni ekki að telja takta og atkvæði orða þannig að lag og texti passi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband