Ekki orð um HM kvenna á Stöð 2

Markadrottningin Marta fagnar öðru marka sinna í dag.Ekki var minnst einu orði á HM kvenna í íþróttafréttum í hádeginu á Stöð 2. Ég hef oft tekið eftir þessu hjá íþróttadeildinni, að ef þeir hafa ekki einkaleyfi á sýningu frá íþróttaviðburðinum, þá sýna þeir honum fádæma áhugaleysi. T.d. þegar Skjár 1 var með enska boltann, þá komst ekkert annað að en spænski og ítalski boltinn og svo fyrsta deildin á Englandi! Mér finnst þetta vanvirðing við kvennafótboltann á Íslandi í þessu tilfelli.
mbl.is Brasilía lék Bandaríkin grátt á HM kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála um að HM kvenna er eitthvað sem á að fjalla um í íþróttafréttum allra stöðva.  Það eykur bara áhuga ungra stúlkna á knattspyrnunni og yrði landsliðinu okkar til góðs á komandi árum þar sem við erum á hraðri leið á stórmót með kvennalandsliðið.   Áfram stelpur!

Gunnar Wiencke (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband