Alcoa bekkur í Grunnskóla Eskifjarðar

alcoabekkur

Við grunnskólann á Eskifirði er  starfandi í sérstök deild fyrir börn starfsmanna Alcoa, þar er kennt á ensku og notast við bandarískt námsefni. Í bekknum eru tólf krakkar, fimm frá Kanada og sjö frá Bandaríkjunum. 

Að þessu starfi koma starfsmenn skólans, bandarískt ráðgjafafyrirtæki Alcoa varðandi nám og Alcoa Fjarðaál. Þetta er afar óvenjulegt en að sama skapi áhugavert.   Krakkarnir taka þátt í verklegum tímum með sínum árgangi en læra annað námsefni innan þessarar deildar á ensku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það stakk mig nokkuð, þegar umfjöllun var um þennan Alcoa bekk í fréttum ríkissjónvarpsins, að námsefnið er meira "krefjandi" en námsefni Íslenskra jafnaldra þeirra.  Er skólakerfið hér á landi ekki samkeppnisfært?

Jóhann Elíasson, 22.9.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég nefndi þetta atriði við konuna mína sem er grunnskólakennari og hún sagði að það væri spurning hvað sé krefjandi námsefni og hvað er krefjandi skóli. Það væri ekki einfalt svar við því og það að kenndar væru t.d. fleiri formúlur í stærðfræði þyrfti ekki að þýða að skólastarfið sem slíkt væri meira krefjandi eða metnaðarfyllra. Grunnskólar hafa fjölbreyttu hlutverki að gegna og eru stöðugt í þróun með fjölbreyttar þarfir nemenda að leiðarljósi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vil bæta því við að einstaklingsmiðað nám tekur tillit til misjafnrar getu nemenda.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband