Aflakló

001

Heimiliskötturinn okkar heitir Dúmbó og er af síamskyni. Hann er stundum full duglegur fyrir minn smekk að færa björg í bú en nánast á hverri nóttu undanfarið hefur hann komið með steik í ofninn. Engu líkara en hann hafi lent í göngu! Ekki raðaði hann músunum svona snyrtilega upp heldur týndi ég þær saman af sólpallinum til myndatöku, svipað og ég geri ef ég fæ veiði sjálfur Smile. Mýsnar eru bara nokkuð vænar, fín meðalvigt. LoL

Mér er nú nokk sama þó eitthvað fækki af músum hér í kring en heldur sárara finnst mér þegar hann kemur með fugla. Nokkrum hef ég náð úr kjafti hanns ósködduðum og sleppt en þá lítur kisi á mig ráðvilltur á svip. Veiða og sleppa er ekki eitthvað sem hann skilur. Í vor kom hann með hrossagauk heim, alheilan og sá var frelsinu fegin þegar ég sleppti honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góður köttur

Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband