Ferðamannagildra

Mér er minnisstætt frá því í sumar þegar ég var í Krakow í Suður-Póllandi. Gyðingahverfið þar, sem er hið elsta í heiminum, var algjörlega einangrað í seinni heimsstyrjöldinni með múrvegg og gaddavír. Í gyðingahverfinu var verksmiðja Schindlers (Schindlers List). Pólverjar hafa ekkert gert fyrir þetta safn ef safn skyldi kalla. Þó var hægt að labba inn á skrifstofu Schindlers og í um 150 ferm. sal, voru myndir og ýmsar upplýsingar um Schindler og verk hans.

046

Það var mjög sérstakt að koma á þennan stað, jafnvel þó safnið sem slíkt hafi verið metnaðarlaust. Töluverður fjöldi ferðamanna kemur á safnið og ef Pólverjar sýndu þessum merka sögulega stað, aðeins meiri virðingu, þá yrði hann að sannkallaðri ferðamannagildru.

Það sama gæti átt við um aftökustaðinn, Bendlerblock í Berlín, en leyfi hefur fengist hjá þýskum stjórnvöldum til þess að taka upp bíómynd um atburðinn með Tom Cruise í aðalhlutverki.


mbl.is Upptökur heimilaðar á aftökustað Claus von Stauffenberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband