Fyrirsögnin er auðvitað spaug, því hlýnun jarðar mun hafa alvarlegar afleiðingar á sumum svæðum en ekki er víst að þetta sé svo slæmt fyrir okkur Íslendinga. Ef þessi flutningsleið á kortinu verður að veruleika, gæti það skapað mikla möguleika fyrir okkur sem miðstöð flutninga um svæðið. En það er ekki sjálfgefið því eflaust hugsa fleiri sér gott til glóðarinnar, t.d. í norður Noregi og í Rússlandi. Annars finnst mér athyglisvert hvernig línan er þrædd með ströndum þarna norðurfrá, því þegar ég var á þorskveiðum þarna fyrir um 10 árum síðan þá var Barentshafið að mestu íslaust frá Svalbarða að Nova Semlija (sem er langa mjóa eyjan við Rússland, beint norður af Múrmansk) og því hefði ég haldið að siglingaleiðin gæti legið frá Íslandi í beinni línu norður fyrir þá eyju.
Á landgrunni finnast ýmsar auðlindir svo sem olía og gas, en einnig ýmsir málmar og mikilvægar botnsetutegundir t.d. ostrur og skelfiskur. Athygli manna beinist nú í vaxandi mæli að ýmsum öðrum auðlindum sem kunna að finnast á landgrunninu, til dæmis erfðaefni lífvera.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig umhverfisráðherra bregst við því ef Íslendingar fara að vinna olíu og gas í ljósi þess að ekki má setja upp olíuhreinsunarstöð til þess að fullvinna afurðina. Er ekki eitthvað öfugsnúið við það?
Flóknar deilur um auðlindir hafsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946114
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fréttir af þessu eru einum um of bjartsýnar. Hættan af rekís verður viðvarandi næstu áratugina á þessari nýju siglingaleið, ef hún þá opnast að einhverju ráði. Bágt á ég með að trúa því að tryggingar skipanna sem munu hugsanlega sigla norðurleiðina, kosti það sama og þeirra sem sigla hefðbundnar leiðir. Það er heimskuleg óskhyggja, að halda, að þótt skip komist, þá sé komin siglingaleið. A.m.k. verða þau skip sem sigla þessa leið að vera sérstaklega brynvarin. Þvílík brynvörn, er afar kostnaðasöm, þyngir skipið verulega og eykur eldsneytiskostnað. Það er alveg ljóst, að þessi "húrrahróp" íslenskra fjölmiðla yfir þessu eru fljótfærni, ef ekki bara "Heimskan, hrein og ómenguð".
Njörður Lárusson, 7.9.2007 kl. 12:46
Það er nú einmitt gert ráð fyrir því að skip sem sigla þessa leið verði sérstaklega styrkt m.t.t íss. Stytting siglinga er það mikil að það er talið borga sig. Einnig hefur verið reknað út að vegna aukningar á skipaumferð um heimshöfin þá verði að stækka skipaskurðina um Súes og Panama sem mun þýða aukin kostnað skipaútgerða því auðvitað mun kostnaðinum við það vera velt yfir á þá sem nota þjónustuna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 12:55
Bara fyrirsögnin skelfir mig. Reynist spár um stöðuga hlýnun réttar er það versta frétt mannkynsins á sögulegum tíma.
Í besta falli get ég skilið svona ályktanir ef um er að ræða fólk sem á ekki afkomendur og trúir auk þess ekki á framhaldslíf.
Tímabundinn ábati einnar kynslóðar eða tveggja á afmörkuðu svæði jarðar er dýru verði keyptur í svona útreikningi.
Árni Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 13:03
Eins og ég tók fram Árni minn, þá er fyrirsögnin spaug, en mannkynið hefur mikla aðlögunarhæfileika og dómsdagspár eru ótímabærar. Hitastigið hefur enn ekki náð hitastiginu sem var hér á landnámsöld þegar Klofajökull bar nafn með rentu (Vatnajökull)
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 13:11
Tók alveg eftir þessu og notaði skildagatíð:"Reynist spár um stöðuga hlýnun réttar:"
Árni Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 19:15
HAHAHA snilld að sjá að það eru fáir sem eru búinir að lesa/sjá eitthvað um "global dimming" þessi umræða um gróðurhúsaáhrifing er eikkað so "oldy´s". :)
Samkvæmt því eru pólarnir og grænlandsjöklar farnir innan við 20 ár, meirihlutimannkins sveltur vegna þurka og yfirborð sjávar hefur hækkað um (mig minnir 12 eða 24 metra ). allavegana nóg til að gera tugi milljóna manna án heimilis.
"The Future Is So Bright, I Gotta Wear Shades"
Hrappur Ófeigsson, 8.9.2007 kl. 00:03
Það er búið að ræða í marga áratugi um möguleikann á að sigla leiðir norðurfyrir
Rússland og Kanada.Nú fer að rætast úr þessu einhvern tíma ársins.
Snorri Hansson, 11.9.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.