Nýtt pósthús á Reyðarfirði vígt

007004

 

 

 

 

 

Nýtt pósthús var vígt á Reyðarfirði í gær með pompi og pragt. Margir gestir voru viðstaddir og veitingar í boði. Smiðir ehf sáu um bygginngu hússins en eigendur þess eru ungir athafnamenn á Reyðarfirði, en þeir hafa haft nóg að gera í uppbyggingunni sem á sér stað á Austurlandi í tengslum við íbúafjölgun á svæðinu eftir að álversframkvæmdir hófust.

003

Boðið var upp á flotta músik og um hana sáu þeir Einar Bragi, skólastjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði og Jón Hilmar, jassgítartröll, tónlistarkennari og gítarleikari frá Norðfirði. Báðir eru þeir afbragðs hljóðfæraleikarar. Einar Bragi er e.t.v. þekktari sem saxafónleikari og hann er einnig athyglisverður bloggari, sjá HÉR . Nú er bara að æfa Anderson á öðrum fæti, Einar Bragi! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband