Meira byggt á Egilsstöðum??

Hagvöxtur er sem fyrr í áður óþekktum hæðum á Austurlandi þessi misserin en það sem kemur mér á óvart er að samkvæmt skýrslunni er meira byggt á Egilsstöðum en á Reyðarfirði. Þrátt fyrir að ótrúlega mikið sé byggt á Héraðinu á ég bágt með að trúa því að meira sé byggt í efra en í neðra.

Í skýrslunni segir orðrétt: " Einnig er nokkuð um húsbyggingar, mest á Egilsstöðum, auk þess sem þjónusta hefur vaxið töluvert, en hvort tveggja tengist líkast til álversframkvæmdum að miklu leyti".

Höfundar skýrslunnar virðast ekki hafa fylgst með byggðaþróun á Austurlandi fyrir framkvæmdirnar, ég segi nú bara ekkert annað.


mbl.is Hagvöxtur mestur á höfuðborgarsvæði og Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband