Ástríðuglæpur, fljótfærir bloggarar

Alveg er það makalaust hvað almenningur í bloggheimum er fljótt að dæma og afgreiða mál sem er á frumstigi rannsóknar. Ég held að meirihluti þess fólks sem bloggað hefur um þessa frétt ætti að taka  sig til skoðunar áður en það flengist fram á ritvöllinn með sleggjudóma sína. Sumir eru fljótir að tengja málið við skipulagða glæpastarfsemi í fíkniefnaheiminum. En hvort sem þessir menn hafi verið í fíkniefnum eða ekki þá er algengasti orsakavaldur slysa og glæpa, áfengisneysla. En það er víst "norm" að drekka sig blindfullan. Frá vettvangi á Sæbraut í dag. Bíllinn sem fórnarlambið ók er fremst.


mbl.is Lögregla lýsir eftir vitnum að skotárás í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ekki ætla ég að afsaka mig fyrir að detta fyrst og fremst í hug eiturlyfjarugl. Staðreyndin er nefnilega sú að skipuleg sala á óþverranum er að tröllríða öllu svokölluðu skemmtanalífi ungmenna ásamt fylgifiskunum ofbeldi og handrukkurum.

Leitt að vita til þess að enn sé til fólk sem stingur hausnum í sandinn og læst ekki vita af þessari vá.

Ég votta hér með aðstandendum hinna látnu samúð mína.

Ísleifur Gíslason, 29.7.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert óeðlilegt að láta sér detta fyrst í hug eiturlyfjatenginguna við málið en maður skrifar ekki endilega um það sem hvaflar fyrst að manni.

Við meigum ekki gleyma því að í svona harmleikjum eru fleiri tengdir málinu en þolandi og gerandi. Ég er ekki viss um að aðstandendur mannanna tveggja séu sáttir við svona skrif.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 17:13

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir þetta. Og er til efs að allir þeir sem tjá sig og votta samúð hafi dýpri skilning á þeim sára harmi sem þarna er orðinn en hinir sem þegja.

Árni Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst fjölmiðlar hafa farið hamförum í þessu máli. Hver vill fá fréttir af láti ættingja í gegnum fjölmiðla?  Er allt það mannlega farið,þegar fjölmiðlar eiga í hlut?  Er það orðið meira mál að vera fyrstur með sem svæsnustu fréttirnar að það sé ekki hægt að taka tillit til aðstandenda?  Og svo er ekki nokkur ástæða fyrir okkur bloggara að vera að tjá sig um svona mál.

Jóhann Elíasson, 31.7.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband