Mývatn er magnaður staður. Eftir að ég flutti austur á Reyðarfjörð 1989 hafði ég komið þangað einu sinni á ævinni en á hverju ári síðan þá. Oft reyndar bara með því að keyra í gegn en þetta svæði er alltaf jafn heillandi.
Jarðfræði og líffræðileg sérstaða svæðisins á heimsvísu er óumdeild en setningin; "ómetanleg náttúra á heimsmælikvarða", er fyrir löngu gengisfallin, svo oft hefur sú setning verið misnotuð af svokölluðum náttúruverndarsinnum á undanförnum árum. Finna verður upp nýtt orð eða orðasamband fyrir staði eins og Mývatn og aðra staði sem raunverulega eru einstakir.
Mjög mikilvægt er að fylgjast náið með lífríkinu við Mývatn eftir að kísiliðjan hætti rekstri sínum og gera samanburðarrannsóknir. Silungsstofninn hefur ekki náð sér á strik ennþá en mýfluga og önnur áta í vatninu eru í mikilli framför og varp flestra andategunda er sterkt. Mér finnst samt allt of snemmt að skella skuldinni eingöngu á kísilnýtinguna úr vatninu, um þær sveiflur sem átt hafa sér stað í afkomu fugla, fiska og skordýra undanfarna áratugi, þó ég sé alls ekki að útiloka að hún hafi verið meginorsökin. Þeir vita það, sem eru í náinni snertingu við náttúruna, að það þarf ekki mannskepnuna til þegar sveiflur eru annarsvegar í lífríkinu. Hins vegar er athyglisvert, að "náttúruverndarsinnarnir" eru ekki lengi að kveða upp sinn dóm. Þar er allt á sömu bókina lært, eins og fyrri daginn.
Lifnar yfir Mývatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump og ESB-aðildarbröltið
- Húsið brennur
- Selenskí biður um Nató-hermenn
- Höfði kemur ekki til greina í fyrirhuguðum friðarviðræðum stórveldanna um Úkraínu
- Er þessi þvæla komin í skólana á Íslandi?
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
- Trump tryllir kellingarnar
- Að taka pokann sinn
Athugasemdir
Árni Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 00:22
Sæll Árni. Þegar ég tala um "svokallaða umhvefissinna", þá er ég að tala um fólk sem hikar ekki við að hnika sannleikanum í baráttu sinni fyrir málstað sínum. Ég get nefnt fjölmörg dæmi en ég hyggst gera úttekt á baráttuaðferðum "umhverfissinna" í sérstökum pistli síðar.
Mývatn er og verður alltaf einstakt fyrirbæri. það sem ég var að benda á er að notkunn orðanna "einstakt, ómetanlegt" er ofnotað um staði semu eru alls ekki "einstakir eða ómetanlegir. Og ef það á að kalla allar lækjarsprænur og músarmigur einstakar, hvaða orð eigum við þá að nota um hinar raunverulegu náttúruperlur?
Raunverulegir umhverfissinnar eru til, en þeirra raddir heyrast ekki fyrir í hávaðanum og athyglinni sem fólki sem tilheyrir ysta vinstri væng stjórnmálanna sem hafa tekið málaflokkinn eignarnámi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.