Hve mikið er "viljandi" innflutt ?

Ég hef lengi fylgst með þróun lífríkisins í Surtsey í gegnum fjölmiðla og á eftir að láta verða af því einhvern tíma að fara út í eyna. En til þess að fá leyfi til að fara til Surtseyjar, þarf maður skriflegt leyfi Umhverfisstofnunar til þess. Föt og annar búnaður sem fólk hefur meðferðis þarf að sótthreinsast svo ekki berist í eyna fræ jurta eftir öðrum leiðum en þeim náttúrulegu.

Þess vegna fannst mér undarlegt þegar ég las í Lesbók Morgunnblaðsins fyrir nokkrum árum síðan viðtal við mann (sem ég man því miður ekki hvað hét) og sá maður sem þótti a.m.k. nógu merkilegur til þess að fá opnuviðtal við sig, hreykti sér af því að hafa borið í Surtsey nokkrar tegundir plantna sem virtust ætla að pluma sig ágætlega. FjoruarfiÉg hringdi í Sturla Friðriksson á þessum tíma, hneykslaður mjög á framferði mannsins og spurði hann út í þetta, þ.e. hvort þetta væri ekki bannað en Sturla vildi sem minnst með þetta gera og áður en ég vissi af var símtalið gufað upp og mér leið eins og ég hefði hlaupið á mig.

Surtsey var friðuð strax árið 1965. Friðlýsingin byggir meðal annars á því að öll eldstöðin hefur hátt vísinda- og náttúruverndargildi á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða. Í lögum Surtseyjarfélagsins segir svo í 3. gr.: Óheimilt er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta og aðrar lífverur. Jafnframt er óheimilt að flytja í eyna jarðefni og jarðveg.

db_surtsey_04b

Þess má geta að Steingrímur Hermannson fyrrv. forsætisráðherra er formaður stjórnar Surtseyjarfélagsins.


mbl.is Nýjar jurtir finnast í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, fólk gerir þetta nú stundum, að skjótast út í Surtsey. Ekki að það sé að flytja plöntur viljandi, en allt getur nú gerst, eru menn ekki dýr og hluti af náttúrunni? Nei, segi bara svona...

Swansea (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband