Saltnámurnar í Krakow

13. júní

113115

 

 

 

 

 

Eftir heimsóknina til Auschwitz var kominn tími til að fá sér að borða áður en við færum í hinar heimsfrægu saltnámur í Krakow. Svawek vildi vera þjóðlegur og vísa okkur á ekta pólskt hlaðborð á skemmtilegum veitingastað og sú heimsókn olli okkur ekki vonbrigðum (með einni eða tveimur undantekningum Wink) Tvær fallegar og glaðlegar stúlkur tóku á móti okkur í þjóðbúningum þegar við gengum inn.

119

Hér er Þóroddur skólastjóri að fara yfir borðsiðina með hópnum. Innréttingin er í bjálkakofastíl með risastórum veggteppum á einum veggnum.

120

Spurning hvor er svínslegri, Siggi eða villigölturinn LoL

121

Forrétturinn var brauð með svínakæfu og svínarúllupilsum, mjög gott.

124

127129

 

 

 

 

 

Svínahnakki, glóðarsteikt svínarifjasteik, svínapulsur, andabringur,lamb á spjóti með grænmeti, tvennskonar bakaðar kartöflur, sallad og 3 tegundir af berjasafa.

 

136139

 

 

 

 

 

Eftir matinn var varið í stuttan kynningartúr í gamla miðbæ og markaðstorg Krakow. Við áttum ekki stefnumót við leiðsögukonu okkar í saltnámunum fyrr en kl. 4. Í miðbænum áttum við eftir að spóka okkur mikið innum um óteljandi eðal matsölustaði og verslanir. Frábær staður og mikið mannlíf, ekki síst á kvöldin. Á hægri myndinni var KR-ingi númer eitt á Reyðarfirði afhentur þessi bolur. Maggi rakst á bolinn þarna í miðbænum og stóðst ekki mátið að kaupa hann handa Sigga. Það sem raunverulega stendur á bolnum er: KRakow Smile

141145

 

 

 

 

 

Eftir að leiðsögukona okkar hafði tekið á móti okkur í anddyri saltnámanna, var labbað niður þröngan tréstiga, 7 þrep á milli palla, tæplega 100 metra ofan í jörðina. Þá tóku þröngir viðarklæddir rangalar við, sennilega ekki þægilegt fyrir fólk með innilokunarkennd. Þessir manngerðu hellar og gangar eru samtals um 300 km langir, já KÍLÓMETRA! Ferðamenn eru leiddir um ca 1% af þeim. Byrjað var að grafa þarna eftir salti á 13. öld. Salt var í Mið-Evrópu afar verðmætt á þessum tíma. Tilkoma saltsins á svæðinu er að þarna var eitt sinn sjór sem hafði orðið innlyksa , þornað upp og eftir varð saltið.147

Starf námumannanna þótti afar hættulegt en trúin styrkti menn í veru sinni þarna og því voru gerðar margar kapellur í námunum. Einnig eru þarna mörg listaverk hoggin í saltstein. Þarna er höggmynd tileinkuð Kópernikusi, stjarnfræðingnum pólska. Á myndinni eru Ásta, Valli og Alla.

151

Eins og áður sagði var mjög hættulegt að vinna í námunum, einkum vegna hruns, en ýmislegt var gert til að tryggja öryggi námumannanna. Hér má sjá aðgerðir í þá átt en virka ekki sérlega traustvekjandi því staurarnir líta út fyrir að vera alveg að bresta. Einnig var eitthvað um það að menn villtust í námunum og fundust e.t.v. mörgum mánuðum eða árum seinna.

153154

 

 

 

 

 

Hestar voru notaðir í námunum en hestur sem einu sinni fór þangað niður sá dagsljósið aldrei meir.

157

Gengið á milli hella. Leiðsögukonan okkar fremst og Alla og Hildur fylgja í humátt á eftir.

162

Stærsta kapellan í námunum og hefur mikla sögu að geyma. Gólfið eru slípaðar saltflísar og öll listaverk eru úr saltsteini. Meira að segja ljósakrónurnar eru úr saltsteinum, 700 stykki í hverri. Þarna erum við á yfir 100m dýpi og hitastigið þarna er stöðugt allan ársins hring, um 12 gráðu hiti.

164

Salt-ljósakróna

166

Leiðsögukonan okkar ásamt Svönu fyrir framan  veggmynd af síðustu kvöldmáltíðinni (að sjálfsögðu úr saltsteini). Í fjarlægð sýnist vera mikil dýpt í myndinni en í raun er hún ekki nema 15 cm djúp.

170

143

Sumstaðar voru gríðarlegir styrktarbitar í hellunum. Vegna saltmettaðs loftsins í námunum eru mörg hundruð ára trévirki sem ný. Fúi er enginn í viðnum. Einnig er talið að loftið í námunum sé afar heilnæmt, sérstaklega fyrir asma og lungnasjúklinga. Leiðsögukonan okkar sem var virkilega skemmtileg sagði okkur t.d. að hún væri 900 ára gömul og væri lifandi sönnun þessarar fullyrðingar. Á myndinni með leiðsögukonunni eru Lotta og Svawek að athuga hvort ekki sé allt í lagi með styrktarbitana.

Magnaður dagur var að kveldi kominn og allir fóru þreyttir heim á hótel. Ákveðið var að borða á hótelinu þetta kvöld enda allir orðnir úrvinda. Morguninn eftir ætluðum við að skoða merkilegan kastala og kirkju sem Jóhannes Páll  þjónaði áður en hann varð Páfi. Kl. 12 á hádegi færi svo allur hópurinn  fyrir utan okkur Ástu, Hildi og Þórodd og Öllu og Viðar áleiðis til Varsjár með lest og þaðan með flugi til Köben og svo til Egilsstaða þaðan daginn þar á eftir.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta eru alveg ótrúlega góðar myndir hjá þér og á það við um fleiri myndir en þær sem fylgja þessari færslu.

Jóhann Elíasson, 24.6.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Jóhann

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband