13. júní
Lagt var af stað kl. 7 um morguninn með nýrri rútu sem við höfðum fyrir okkur í Krakow. Nú skyldi haldið til Auschwitz, um klukkutíma keyrslu frá hótelinu okkar. Pantaður hafði verið enskumælandi leiðsögumaður í búðunum. Ég mæli með að fólk panti sér tíma þarna um leið og búðirnar opna kl. 8 því þá er minnst af fólki þarna en um 5.000 manns heimsækja búðirnar að meðaltali á dag á sumrin.
Það átti vel við að álfelgurnar á rútunni voru merktar Alcoa Inga Lára, starfsmaður Alcoa og Ásta, aðstoðarskólastjóri Grunnsk. Reyðarfjarðar fyrir framan rútuna okkar sem var splunkuný með góða loftkælingu.
Upplýsingar um búðirnar við innkomuna. Pólsk yfirvöld ákváðu strax í upphafi að frítt yrði í safnið. Með því vildu þau leggja áherslu á hve mikilvægt væri að heimurinn fengi vitneskju um þau voðaverk sem þarna áttu sér stað. Fyrir neðan er stutt ágrip af sögu búðanna tekið af netinu.
History of the Auschwitz-Birkenau Death Camp
In 1939 Hitler annexed the old Polish town of Oswiecim to his Third Reich as Auschwitz, and a year later the Nazis could start the conversion of the towns abandoned barracks into a concentration camp. First inmates, a group of Polish political prisoners, arrived on June 14, 1940. In addition to Poles there were soon imprisoned Soviet POWs, Gypsies, and other nationals from the rest of German-occupied Europe to suffer and die in hellish conditions. In 1942, notably after the construction of the nearby Birkenau (Auschwitz II) concentration camp, trainloads of European Jews start to come. Most of them were immediately put to death in the Birkenau gas chambers.
- October 1939: the Nazis annex the ancient Polish town of Oswiecim to the Third Reich and rename it Auschwitz.
- November 1939: new German administration installs a German mayor.
- 1940-1944: Polish peasants are being driven out of the area to make room for German settlers.
- 1940: on Himmlers order Jewish slave workers change emptied army barracks into a concentration camp.
- June 14, 1940: the Nazis bring political prisoners, all of them Poles, to Auschwitz Concentration Camp as its first inmates.
- 1941: all Jews are forced out of Oswiecim.
- October 1941: construction of the Birkenau Concentration Camp, i.e. Auschwitz II, starts near Oswiecim.
- 1942: setting up of Auschwitz III-Monowitz Concentration Camp.
- January 1945: evacuation of the Auschwitz camps.
- January 27, 1945: the Soviets take over Oswiecim.
- 1947: new Polish government creates Auschwitz-Birkenau State Museum on the site of the concentration camps.
- 1967: erecting of the International Monument to the Victims of Fascism at Birkenau.
- 1979: UNESCO enters the Auschwitz concentration camp and the Birkenau death camp in its list of World Heritage sites.
Það var mjög sérstök tilfinning að standa fyrir framan þetta ógnvekjandi hlið. Arbeit Macht Frei; Vinnan gerir ykkur frjáls. Þetta voru fyrstu búðirnar í Auschwitz, af þremur. Hve oft hefur maður ekki séð þetta á mynd, en að standa þarna í eigin persónu gerði mann andaktugan.
Gengið inn í helvíti á jörð. Valli, Inga Lára, Edda, Stína, Maggi,Nonni, Jói, Viðar Júlí og Alla.
Leiðsögumaður okkar um búðirnar. Maggi hlustar af athygli.
Vinstri: Lík fanga stillt upp á þessum stað, öðrum til viðvörunnar. Hægri: Hljómsveit sem skipuð var föngum spilaði við inn og útgöngu annarra fanga sem voru að fara og koma frá þrælkunarvinnu. Þjóðverjunum fannst auðveldara að telja fangana ef þeir löbbuðu í takt. Þeir sem ekki gátu gengið í takt voru barðir eða skotnir á staðnum.
"The Wall of Death", Veggur dauðans. Við þennan vegg voru um 7.000 manns skotnir vegna minnstu brota og yfirsjóna. Blóm og kransar liggja við vegginn frá gestum búðanna, e.t.v. ættingjum þeirra sem þarna voru teknir af lífi. Vinstramegin eru tveir staurar með járnkrók efst. Fangar voru hengdir upp á krókana með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sársaukinn var gífurlegur því hendurnar nánast slitnuðu úr axlarliðnum. Hægra megin voru skrifstofur og fundarherbergi yfirmanna SS í búðunum.
Leiðsögukonan okkar og Carol Svaweksson við staurana skelfilegu
Veggur dauðans.
Varðturn við tvöfalda gaddavírsgirðingu
Það er e.t.v. enn nöturlegra að koma þarna að vetrarlagi?
Hægt er að stækka ef vill. Athygli vekur að öll upplýsingaskilti eru á pólsku, ensku og hebresku en ekki á þýsku þó Þjóðverjar séu fjölmennastir útlendra gesta á svæðinu. Block 11 var þekkt sem "The block of death. Margþætt "starfsemi" var í húsinu en aðallega var þetta fangelsi búðanna þar sem brotlegir fangar sættu grimmdarlegum yfirheyrslum og pyntingum. Flestir sem lentu þarna voru skotnir að loknum yfirheyrslunum en einnig var fólk dæmt til dauða í sérstökum klefum í kjallara hússins þar sem það var svelt í hel. Fleiri tegundir dauðarefsinga voru einnig í búðunum, t.d. var nokkrum tugum fanga troðið í gluggalausan klefa og ekki opnað aftur fyrr en þeir voru dánir af súrefnisskorti. Önnur refsing var þannig að fjórir fangar voru látnir sofa í eins fermetra klefa svo þeir gátu ekki einu sinni sest. Svo voru þeir ræstir að morgni til þrælkunarvinnu og þannig gekk það e.t.v. í marga daga og annaðhvort dóu þeir af sjálfu sér eða voru skotnir þegar þeir örmögnuðust.
Við fengum einnig að sjá ýmsa persónalega muni Gyðinganna í Auschwitz. Skó í þúsundatali í stórum haug og það var átakanlegt að sjá litlu barnskóna sem nóg var af. Sömuleiðis gleraugu í stórum haug og ferðatöskur sem eigendurnir höfðu merkt sér með nafni og heimilisfangi. Leiðsögukonan okkar sagði okkur frá því að gestur í safninu, Gyðingur frá Bandaríkjunum sem hafði lifað af vistina í búðunum hefði þekkt ferðatösku fjölskyldu sinnar. Það var tilfinningaþrungin stund. Í einu herbergjanna var haugur af mannshárum sem Nasistunum tókst ekki að farga á flótta sínum í stríðslok, 2 tonn að þyngd. Þarna var hár í fléttum, stórum og litlum en litur hársins var allur svipaður, grámuskulegur eftir rúmlega 60 ár. Bannað var að taka myndir af þessum munum.
Valli, Viðar, Gústi, Dísa, Aðalbjörg og Nonni. Villy, Stína, Svana og Þrúður fyrir aftan. Block 11 er hægramegin við miðju á myndinni.
Gasklefinn og líkbrennslan, sú fyrsta sem var tekin í notkun í Auschwitz. Þjóðverjum þótti þessi ekki nógu afkastamikill svo þeir smíðuðu stærri í Auschwitz-Birkenau sem þeir eyðilögðu á undanhaldinu þegar rússneski herinn kom 27. janúar 1945. Gasið sem þeir notuðu var Zyklon B, í málmdósum, á stærð við baunadósir. Fólkinu var talið trú um að það væri að fara í sturtu, aflúsun o.þ.h., látið merkja sér föt sín og raða snyrtilega svo það finndi þau aftur og afhent sápustykki um leið og það labbaði inn, allt til þess að þetta gengi rólega og þægilega fyrir sig. Svo var hurðinni lokað á eftir þeim og slagbrandur settur fyrir og ljósin slökkt. Þeir opnuðu dósirnar og hentu þeim inn í klefann í gegnum litlar lúgur á þakinu og settu svo hlera yfir. Gasið virkaði þannig að það eyddi öllu súrefni í klefanum og fólkið kafnaði á 15-20 mínútum. Mikil skelfing greip fólkið þegar það áttaði sig á hvað var í gangi, angistaróp og barnagrátur og til þess að minnka ónæðið af hávaðanum frá fólkinu voru mótorhjól látin vera í gangi fyrir utan og músík spiluð í hátölurum. Þegar allt hafði verið hljótt í 10 mínútur var opnað á ný og aðrir fangar drógu fólkið inn í næsta herbergi þar sem ofnarnir voru. Þýskir foringjar í búðunum sem voru handteknir að stríðinu loknu sögðu að þetta hefði verið mannúðleg aflífun.... fyrir þýsku hermennina, þeir þurftu ekki að sjá blóð. Sálfræðingar á vegum þýska hersins höfðu komist að því að afleiðingar hefðbundinna aftaka með skotvopnum gátu verið alvarlegar til lengdar fyrir böðlana og óæskilegir sálrænir fylgikvillar sem slíku fylgdi var eytt með þessari aðferð.
Á myndinni að ofan er Jói Þorsteins, Edda og Siggi við gasklefann.
Gengið inn í gasklefann. Mest tróðu þeir 2-300 manns í um 100 ferm. klefann í einu. Til vinstri eru dyr að líkbrennsluofnunum.
Siggi og Þóroddur við dyrnar inn í gasklefann
Líkbrennsluofnarnir voru aðeins tveir þarna. Fólkið var sett á borðið á hjólunum, dregnar úr því gulltennur ef voru og rúllað svo inn. Áður hafði hár síðhærðra kvenna verið skorið og það nýtt í vefnað fyrir þýska herinn.
Þessi mynd er tekinn í nokkurra tuga metra fjarlægð frá gasklefanum og fyrir miðri mynd sést glitta í hús sem var heimili yfirforingja allra búðanna í Auschwitz, SS-Obersturmbannfuhrer Rudolf Höss. Fallegur garður umliggur húsið, stór sundlaug og þjónar á hverjum fingri sem að sjálfsögðu voru fangar. Einkabréf eiginkonu hans til vinkonu sinnar fannst eftir stríð og þar skrifar hún að hún "búi í himnaríki á jörð". Hvílík firring. Á myndinni f.v. ókunnur, Erna, Siggi og Linda.
Rudolf Höss fannst í felum í Þýskalandi eftir stríð og var færður pólskum yfirvöldum sem dæmdu hann til hengingar í Auschwitz í um 100 metra fjarlægð frá heimili sínu þar, þann 16. apríl 1947. Þegar dómurinn var kveðinn upp sagðist hann iðrast einskis, hann taldi að Þjóðverjar hefð gert rétt í sambandi við "Gyðingavandamálið". Á myndinni er Þóroddur Helgason (Seljan) við aftökupallinn sem var smíðaður sérstaklega fyrir Höss.
Auschwitz - Birkenau
Þarna er hópurinn kominn inn fyrir hliðið í Auschwitz-Birkenau sem var fyrsta viðbótin við upphaflegu búðirnar í um 10 mínútna akstursfjarlægð. Þarna streymdu lestarnar inn með Gyðinga frá allri Evrópu. Á tímabili fór um 70-80% farmsins beint í útrýmingu. Einungis þeir hraustustu fengu að lifa eitthvað lengur til þrældóms. Læknar reiknuðu út hver matarskammtur fanganna þyrfti að vera svo þeir lifðu ca. 4 mánuði sem var ósk yfirmanna búðanna.
Þjóðverjar reynda að eyða sem mestu af sönnunargögnum um voðaverk sín þegar ósigurinn blasti við. Þeir sprengdu stóran hluta búðanna í loft upp og þ.á.m. hina afkastamiklu gasklefa og líkbrennsluofna í Auschwitz-Birkenau. Ekki hefur verið reynt að endurbyggja þá heldur aðeins haldið við þeim fáu byggingum sem heillegar eru. Nánast öllum skjölum og ljósmyndum eyddu þeir einnig. Á myndinni sést heillegur hluti búðanna en vinstramegin tóftir þeirra sem þeir eyðilögðu. Horft er til hægri úr hús-hliðinu sem lestarnar streymdu í gegn með farma sína. Þegar búðirnar þrjár; Auschwitz I, Auschwits II -Birkenau og Auschwits III voru full mannaðar voru þar um 100 þús. fangar. Alls dóu um 1,1 miljón manna í Auschwits, flestir þeirra 1943 og 1944. Konur og börn voru meirihluti fórnarlambanna. Þarna var hinn alræmdi Jósef Mengele yfirlæknir og gerði skelfilegar tilraunir á lifandi fólki og með sérstakan áhuga á börnum og þá helst tvíburum. Margar tilraunirnar voru algjörlega tilgangslausar, t.d. hellti hann allskonar litarefnum í augu fólks til þess að athuga hvort hann gæti breytt litnum. Afleiðingarnar voru í flestum tilfellum blinda og þá flýtti það för viðkomandi í gasklefann.
Horft inn í búðirnar úr hús-hliðinu. Lestarnar stöðvuðu við litla húsið vinstramegin við miðju. Þar var fólkið flokkað af læknum. Meirihluti kvenna, lasburða karlmenn og gamalmenni og öll börn öðrumegin, rest hinumegin.
Einhver hefur sett þennan krans á teinana fyrir innan hliðið. Þetta hafði allt mikil áhrif á mig.
Einn skálanna. Eldstæði er í öðrum endanum og stokkur frá honum eftir endilöngum skálanum. Lítill ylur fékkst þó frá þessu í vetrarkuldum því frostið gat farið niður í 30 stig og braggarnir óeinangraðir með öllu og moldargólf undir rúmum. Rottugangur var mikill og margir dóu úr smitsjúkdómum. Óbærilega heitt gat verið á sumrum þegar hitinn fór yfir 30 stig og íbúar í hverjum skála voru helmingi fleiri en þeir voru hannaðir fyrir. Gert var ráð fyrir 4 í hverju rúmi en þeir voru 8.
Linda, Gústi, Valli og Sunna í einum skálanum.
Salernisaðstaðan. Fangarnir fengu ekki pappír til að þrífa sig með þegar þeir höfðu lokið sér af og ekkert rennandi vatn til annarra þrifa eða drykkjar og fangabúningar þeirra voru ekki þrifnir fyrr en þeir dóu. Engu hefur verið breytt þarna, svona var þetta.
Þegar heimsókninni til Auschwitz var lokið byrjaði að rigna og það var e.t.v. táknrænt. Ég held að allir hafi verið hugsi eftir þessa upplifun. Hér má sjá út um gluggann á rútunni ánna Vislu (Vistula) og farið að líða að hádegi. Á morgunn blogga ég um það sem gerðist hjá okkur eftir hádegi, dagurinn var rétt að byrja.
Flokkur: Bloggar | 22.6.2007 (breytt 23.6.2007 kl. 14:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946124
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fullt Tungl í kvöld
- Ólgan vegna Dags upp á yfirborðið
- Stjarna Starmers lækkar enn
- Snorri og Gandri, málfrelsi og ritskoðun
- Bæn dagsins...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hvalveiðar að nýju
- Hafa aðeins þurft að beita pennanum
- Forræðishyggjan
- Gleymdir stórviðburðir og maki með gervigreind ...
- Leitilausi hitinn - og fleira (endurtekið) efni
Athugasemdir
Sæll,
Það er lífsreynsla að fara til Auscwitz og breytir manni mikið, Ég fór þangað sjálfur snemma um morgun og gekk um svæðið einn og fékk mér svo seinna um daginn ferð með leiðsögukonu um svæðið. Það sem mér persónulega fannst erfiðast er í raun hversu fallegt svæðið er, því einhvernveginn getur maður ekki ýmindað sér það a[ grasið vaxi á svona svæði. Auðvitað veit maður að grasið hættir ekki að vaxa en ég held að þeir sem hafi farið þarna átti sig á hvað ég meina þegar ég segi þetta.
Mannvonskan og grimmdin er svo ólýsanleg og verður yfirþyrmandi.
Bestu skemmtun í Póllandi, og sérstaklega Krakaw, enda æðisleg borg, Warsaw hefur sinn sjarma en líður fyrir það að borgin var jöfnuð út í stríðinu og því er hún nákvæmlega eins og maður etur ýmindað sér borg reysta í austur evrópu á tímum sovietismans. Vona að þið hafið tækifri á að sjá safnið safnið um "Warsaw upprising" og að þið smakkið Pólska kaffibjórinn.
mbk
Atli
Atli Þór Fanndal (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 10:54
Takk fyrir það Atli. Við erum reyndar komin heim en ég stefni á að fara aftur til Póllands, sérstaklega Krakow. Nei, ég heyrði aldrei neitt um pólska kaffibjórinn, á það bara inni
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 12:02
Karl Faðir minn Gunnar Bjarnason var á ferð þarna að selja hross 1947og varð mikið niðri fyrir að sjá þetta svona stuttu eftir atburðina. Hann skrifaði síðan grein í Morgunblaðið " Í urtagarði ofbeldisins" í apríl 1948. Viðbrögðin við greininni voru þau að menn býsnuðust á ýkjunum og ósannindunum sem hann skrifaði. Fólk vissi ekki um þessa atburði hér á landi eða vildi ekki trúa þeim fyrr en mjög mörgum árum eftir stríð. Ég er fæddur 64 og pabbi talaði oft um þessa heimsókn og það var greinilegt að hún hafði fengið mjög á hann. það var ekki fyrr en holocaust (helförin) var sýnd í sjónvarpinu á milli 1970-80 sem fólk fór að trúa þessum greinarskrifum frá 1948
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 12:30
Sæll nafni, já þetta voru ótrúlegir atburðir og mannkynið virðist ætla lítið að læra af þessu, því miður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 14:27
Þegar þú minnist á það Hrafnkell... þá er þetta alveg rétt hjá þér þegar ég hugsa til baka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 18:07
shit.... þetta er rosalegt.
Hafrún Kristjánsdóttir, 25.6.2007 kl. 02:40
Hræðilegt..veit ekki hvort ég gæti farið þarna um
Brynja Hjaltadóttir, 28.6.2007 kl. 22:15
Gyðingar hafa verið ofsóttir í margar aldir í flestum löndum heims, ekki síst í Sovétríkjunum. Þegar efnahagskreppur hafa steðjað að heimsbyggðinni þá hafa Gyðingar oft orðið skotspónn sveltandi almennings, sérstkalega hinir efnuðu. Svawek hinn pólski leiðsögumaður okkar sagði að Pólverjar hefðu alla tíð verið afar umburðarlyndir gagnvart hverskyns trúarhópum, ekki síst Gyðingum og upplýsingar sem ég las um eitt elsta Gyðingahverfi í heimi, Kazimierz hverfið í Krakow ber einmitt vitni um það: "The key to the understanding of the popularity that Kazimierz enjoys today is its unbelievable and lasting tolerance: two nations and two great religions existed here for centuries in harmony"
Þegar Sovétmenn tóku yfir Pólland og Austurblokkina eftir stríð hefur eflaust orðið einhver breyting á afstöðu margra Pólverja til Gyðinga, sérstaklega í þrengingum þeirra við uppbyggingu landsins á eftirstríðsárunum. Vitað er að þegar þeir fáu Gyðingar sem lifðu helörina af, komu til baka til heimila sinna, þá höfðu aðrir sest að í húsum þeirra og enginn vilji var til að gæta réttar þeirra, svo oftast nær þurftu þeir frá að hverfa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2007 kl. 05:16
Ég ætla ekki að gera lítið úr voðaverkum nazista en ég er hræddur um að Amnesty hafi hárrétt fyrir sér.
Framkoma Pólverja í samningaviðræðum ESB leit út eins og fjárkúgun. Ég hef það eftir pólskum kunningja mínum að þeim mun meir sem Þjóðverjar (og hin ESB ríkin) borga fyrir uppbygginguna í Póllandi, þeim mun meir vex rembingur og hatur Pólverja í garð Þjóðverja. Þessi gaur hefur töluverða innsýn í heimsmálin að mínu mati.
Mér finnst mest um vert að sagan sé rétt skrifuð og við nýtum hana til að skapa frið í framtíðinni. Lýsing Svaweks lítur út eins og sögufölsun fyrir mér.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:07
Voru Gyðingarnir ekki að flýja kommúnismann fyrst og fremst? Ekki flúðu þeir til A-Þýskalands. Kommúnisminn eins og hann var praktiseraður í austantjaldsríkjunum hafði ekki umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.