12. júní
Eftir aðra heimsókn kennaranna í skóla í Stettin um morguninn, pakkaði hópurinn saman og nú skyldi haldið til Krakow í suður Póllandi. Lagt var af stað eftir hádegið með rútunni okkar góðu til flugvallarins og flogið á áfangastað með millilendingu í Varsjá.
Siggi að borða Prins Póló á leiðinni út á flugvöllinn í Stettin. Erna horfir á og úr andlitinu má lesa; "Ætlar hann virkilega ekki að gefa mér bita?"
Tekið á loft í Stettin. Ótrúlega stór hluti Póllands er skógi vaxinn, sennilega stærstu viltu skógar Evrópu, sem er merkilegt í ljósi þess að 38 milj. manns býr í landinu sem er þó ekki nema þrisvar sinnum stærra en Ísland.
Við skröltum í skrúfuvél frá Stettin til Varsjár í rúmlega einn og hálfan tíma, en fengum svo frábæra 82ja sæta þotu frá Varsjá til Krakow og sú ferð tók ekki nema 35 mínútur. Leðurklæddir stólar, mikið rými fyrir fætur og hægt að halla sér svo mikið aftur að auðvelt var að steinsofna í stólnum. Hér er Aðalheiður ákveðin á svip á leið til sætis í sportþotunni.
Seinkunn varð á flugi okkar bæði frá Stettin og Varsjá og það er lýjandi að bíða í flugstöðvum. Hér erum við loks komin til Jóhannesar Páls flugvallar í Krakow um kl. eitt eftir miðnætti. Jóhannes Páll Páfi var biskup í Krakow þar til hann breytti til og skellti sér til Rómar. Þess má geta að flugvöllurinn í Varsjá heitir Chopin, eftir tónskáldinu góða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Glitsýndin, ljóð frá 5. maí 2018.
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.