Tók þetta af vef Fjardabyggdar . Myndin er úr vefmyndavél vegagerðarinnar í Oddskarði. Sést niður í Reyðarfjörð og nesið sem er örlítið hægrameginn við miðju er Hólmanesið við minni Eskifjarðar.
Reyðarfjörður er stærstur Austfjarða um 30 km. langur enda eru hafnarskilyrði eru hin ákjósanlegustu frá náttúrunnar hendi í firðinum. Innst í fjarðarbotninum er samnefndur bær, sem áður var nefndur Búðareyri. Búðareyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1890. Reyðarfjörður er nú hluti Fjarðarbyggðar.
Enda þótt sjávarútvegur og fiskvinnsla hafi verið töluverð á Reyðarfirði hér áður vógu þessar greinar ekki hlutfallslega jafn þungt í atvinnulífi staðarins eins og í flestum öðrum sjávarbyggðum austanlands. Verslun, þjónusta og samgöngur skiptu verulegu máli einkum þegar vegasamband við Fljótsdalshérað komst á og verslun héraðsmanna fluttist á Reyðarfjörð.
Nú er útgerð og fiskvinnsla hverfandi en atvinnulífið byggist á ört vaxandi þjónustu og byggingastarfsemi vegna byggingar álvers Alcoa og Kárahnjúkavirkjunar. Höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins á Austurlandi eru á Reyðarfirði svo og aðalskrifstofa Fjarðarbyggðar. Samskip er með fastar áætlunarsiglingar til Reyðarfjarðar.
Áhugaverðir staðir í Reyðarfirði
Íslenska stríðsárasafnið.
Stríðsárin eru eitthvert litríkasta tímabilið í íslenskri menningarsögu á síðari öldum. Þau nutu lítillar virðingar lengst af en hafa loks fengið uppreisn æru. Bretar hernumu Reyðarfjörð í síðari heimsstyrjöldinni, þar var fjölmennt setulið og víða stríðsminjar að finna. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist, árið 1995, í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra.Safnið er opið daglega frá 1.júní til 31.ágúst frá kl. 13:00 - 18:00 alla daga vikunnar. Utan þess tíma, eftir samkomulagi við safnvörð.
Hólmanes.
Fólkvangur á nesinu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Afar ánægjulegur staður til útiveru, hvort sem er í klettum eða fjöru.
Völvuleiðið.
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.
Grænafell.
Skjólsæll og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við bæinn. Auðveld stikuð gönguleið á fellið meðfram afar fallegu gili Geithúsaár.
Andapollurinn
Andapollurinn er lítil tjörn við bæinn, sem eldisfiski er sleppt reglulega í. Seldi eru veiðileyfi í Veiðiflugunni. Við tjörnina er tjaldsvæði bæjarinns
Þrívörður.
Upplýsingamiðstöð Fjarðarbyggðar og Fjarðaáls skammt ofan þjóðvegar við Sómastaði. Þar er hægt að fræðast um framkvæmdir við álverið auk þess að upplýsingar um Fjarðabyggð almennt eru veittar þar.
Þjónusta á Reyðarfirði.
Öll almenn þjónusta við ferðamenn er góð á Reyðarfirði. Þar eru dagvöru- og sérvöruverslanir, söluskálar, bifreiðaverkstæði, hótel, gistiheimili, vínbúð, lyfjaverslun, kvikmyndahús, heilsugæslustöð o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 946120
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11. (230 ára í ár)
- Að þekkja sinn vitjunartíma.
- Alvöru spilling
- Er Evrópa loksins farin að snúast gegn hinu frjálsa flæði glæpa og mannssals??
- Grænlandsstjórn lítur í vestur
- Kalifornía er rekin eins og Reykjavík
- Inflúensubólusetningar og innlagnir á sjúkrahús
- Vestur.?
- Sparnarðartillögur ríkisstjórnar eru eins og megrunarkúrar
- Er fólk að leita að einhverskonar DJÚPRI VISKU eða sóar fólk tíma sínum í ringulreið og neikvæðni í fjölmiðlum?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Vill að flokksþingi verði flýtt
- Bjóða út endurgerð á hluta Vatnsstígs
- Snæfellsjökull getur gosið
- Mjög þungt hljóð í fólki
- Drógu lærdóm af síðasta gosi
- Virðing sé stofnuð af starfsmönnum
- Vín beint úr vatnskrönum
- Mikið um hálkuslys og alvarleg brot
- Íslendingar ekki duglegir að fara í inflúensubólusetningar
- Kölluð út á mesta forgangi
Erlent
- Ég á 10-15 vini sem eru búnir að missa allt
- Mun loka landamærunum
- Myndskeið: Heimili Parísar Hilton brunnið til kaldra kola
- Vilja reisa fleiri loftvarnabyrgi
- Fáránleg vegferð Trumps sýni mikilvægi Grænlands
- 22 handteknir og rannsókn á upptökum hafin
- Dæmd fyrir svívirðilegt brot
- Flugritar hættu að virka mínútum fyrir slysið
- Óskar föður sínum dauða í fangelsi
- Kallar eftir rannsókn á vatnsleysi
Íþróttir
- Methrinunni lokið hjá Hlyni
- Þórir: Kemur ekki til greina
- Biður um að yfirgefa City
- Félagaskiptin í enska fótboltanum - janúar
- Zlatan: Ekki auðvelt að eiga við United
- Það er bara hálfleikur
- Frá Englandi til toppliðsins á Ítalíu
- Mætum dýrvitlausar
- Jón Erik og Bjarni á palli á Ítalíu
- City skoraði átta í nágrannaslagnum
Viðskipti
- Svipmynd: Óþörf skýrsluskrif kostnaðarsöm
- Bjartar horfur á innlendum markaði 2025
- Tala sama tungumál og viðskiptavinir
- Gengið vel að sækja tekjur
- Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.