Þegar ég sá að Dofri Hermannson Samfylkingarmaður, bloggaði við þessa Mbl. frétt undir fyrirsögninni "Fagnaðarefni fyrir náttúruverndarfólk", langaði mig að kommenta hjá honum og benda á að þess yrði ekki langt að bíða að þessi áætlun yrði rökkuð niður af VG. Og viti menn!, þau eru strax byrjuð í athugasemdadálkum hans. Skiljið þið nú, Samfylkingarfólk, við hvað er að eiga þegar öfgaumhverfissinnar eru annars vegar? Um sátt verður aldrei að ræða hjá VG um þessi mál. Hjá þeim er bara talað um vernd, ekki nýtingu. Hins vegar verður að virða þeim til vorkunnar að þeir eru enn og aftur í stjórnarandstöðu, og þurfa þess vegna ekki að sýna neina ábyrgð gagnvart núlifandi kynslóðum og kjósendum. Bara þeim ófæddu. En þeir átta sig ekki á því að ófæddu kynslóðirnar munu einnig hafa þarfir, drauma og vonir og þær munu einnig öðlast kosningarétt, í fyllingu tímans.
Svo er það annar handleggur hvort forystumenn V-grænna sé eins "hreinir" í náttúruverndartrúnni og fótgönguliðar þeirra. A.m.k. sýndi Steingrímur J. Sigfússon á sér aðra hlið, þegar hann missti pólitíska vitið, og uppgötvaði sér til skelfingar að Geir Haarde ætlaði ekki að snúa sér að VG, heldur að Samfylkingunni, þegar samstarfinu við Framsókn var slitið. Þá hrundi hann niður kjökrandi á skeljarnar og bauð ISG forsætisráðherrastólinn og umfaðmaði Framsóknarflokkinn um leið og sagðist vera tilbúinn að slá af kröfunum um stóriðjustopp. Guði sé lof og dýrð fyrir þau gleðilegu tíðindi að VG mun ekki hafa ríkisstjórnaráhrif, a.m.k. næstu 4 ár.
Ekki farið inn á óröskuð svæði fyrr en náttúruverndaráætlun liggur fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 946162
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Rapparinn Roseanne
- EES-rafmagn og hveiti
- Eru fjölmiðlar að ná að forðast eigin dauðdaga?
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Þá sýndu þeir okkur hvernig til dæmis 20.000 atkvæða lækkun varð á atkvæða tölu Trump á skjánum og 20.000 atkvæði bættust við hjá mót frambjóðandanum. Þetta voru mismunandi tölur nokkrum sinnum.
- Tískuvika herra fyrir haust.vetur 2025 - 26 hafin í Mílanó
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Rauk út af fundinum
- Sögulega hefur evrópu verið stjórnað með boðum og bönnum
- Hvammsvirkjun í hlekkjum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.